Seljakirkja

 

Safnaðarstarf

Í Seljakirkju er fjölbreytt safnaðarstarf þar sem flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ef smellt er á fyrirsagnir hér að neðan má finna nánari upplýsingar um viðkomandi þátt safnaðarstarfsins. Í öllu safnaðarstarfi þarf ekki að greiða þátttökugjöld nema í barnakórnum þar sem kostnaði er þó haldið í lágmarki. Komum til kirkjunnar og tökum þátt í safnaðarstarfinu.

Foreldramorgnar
Foreldramorgnar eru alla þriðjudaga kl. 10. – 12 í Seljakirkju. Þetta er gott samfélag og einkum ætlað foreldrum í fæðingarorlofi. Oft koma góðir gestir til að ræða málefni er tengjast börnum og barnauppeldi.

KFUM & KFUK fyrir 1. – 4. bekk
Í vetur verðum við með aldursskipt hópastarf fyrir börn í 1. – 4. bekk. Nánari upplýsingar hér

KFUM og KFUK fyrir 5. – 7. bekk
TíuTólf er starf sem við verðum með í vetur fyrir alla krakka í 5. – 7. bekk. Samverustundir eru á miðvukdögum kl. 15:30 – 16:30

Barnakór
Í kirkjunni er starfandi barnakór fyrir börn frá 7 ára aldri. Lögð er áhersla á fallega raddbeitingu, nótnalestur, tónfræði og ekki síst gleði og góðan félagsskap.

Æskulýðsfélagið SELA
Starf fyrir unglinga safnaðarins. Fundarefni eru ævinlega við hæfi unglinga bæði til fræðslu og til skemmtunar.

K.U.S.K. 16-20 ára
Starf fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára. Kristin gildi eru að sjálfsöfðu grundvallarstoð þessa starfs og miðum við að því að þetta sé staður fyrir vináttu, gleði og nágungakærleika. Fundir eru alla jafnan annan hvern þriðjudag kl. 20

Kór Seljakirkju
Kórinn leiðir söng við guðsþjónustur og flytur fjölbreytta tónlist við athafnir og hátíðir kirkjunnar. Kórstjóri er Tómas Guðni Eggertsson, tónlistarstjóri kirkjunnar - kórinn æfir á miðvikudögum kl. 19.30

Kvenfélag Seljasóknar
Fundir kvenfélagsins eru að jafnaði fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Fundarefni er fjölbreytt með fræðslu skemmtun og námskeiðahaldi. Formaður félagsins er Álfheiður Árnadóttir.

Seljur, kór kvenfélagsins
Innan Kvenfélags Seljasóknar starfar kvennakórinn Seljur. Á verkefnaskrá kórsins eru hin fjölbreyttustu verk. Stjórnandi kórsins er Svava Kristín Ingólfsdóttir.
- Miðvikudagar kl. 20.

Samverur eldri borgara
Samverur eru fyrir eldri borgara síðasta þriðjudag hvers mánaðar og hefjast kl. 18. Dagskrá tengd spjalli og skemmtun. Léttur málsverður í lok samkomunnar. Umsjón hefur Guðmundur Gíslason.

AA fundir
Í tengslum við safnaðarstarfið í Seljakirkju eru fjórar AA – deildir. Opnir AA – fundir eru á sunnudagskvöldum kl. 21. Sporadeildarfundir eru á mánudagskvöldum kl. 19.30. Almennir AA – fundir eru á fimmtudögum kl. 19 og á laugardögum kl. 16.

Seljahlíð
Síðasta föstudag í mánuði er guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 11. Prestar Seljakirkju leiða þar helgihaldið, félagar úr Gerðubergskórnum leiða söng og á orgelið spilar Kári Friðriksson.

Skógarbær
Síðasta sunnudag í mánuði er guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15:30. Prestar Seljakirkju leiða þar helgihaldið og organasti og kór kirkjunnar leiða sönginn.

 

Seljakirkja, Hagaseli 40, 109 Reykjavík. Sími 567 0110 · Kerfi RSS