Seljakirkja

 

Steindir gluggar

Það var frá upphafi löngun og ætlun safnaðarfólks að prýða kirkjuna með lituðu gleri. Ákveðið var að þar yrði myndefni, sem jafnframt væri ungum og öldnum í söfnuðinum fræðsla um þætti trúarinnar. Myndefnið fylgir hjálpræðissögunni, frá sköpun, um Gamla testamentið, frásögnum guðspjallanna, og sögu kirkjunnar. Til þess starfs var Einar Hákonarson myndlistarmaður ráðinn. Vinnsla myndanna í gler fór fram í glerverkstæði Oidtmans í Þýskalandi, en þar hafa verið unnin fjölmörg listaverk fyrir kirkjur og opinberar byggingar hér á landi.

 Hér að neðan má finna myndir af öllum gluggunum og ef smellt er á myndina má sjá stærri mynd af hverjum glugga.

     

    Seljakirkja, Hagaseli 40, 109 Reykjavík. Sími 567 0110 · Kerfi RSS