Seljakirkja

 

Barnaguðsþjónustur

Það er mikilvægt hverju barni að fá að heyra um Jesú og kynnast honum. Í barnaguðsþjónustum er þetta haft að leiðarljósi og fá börnin að heyra Biblíusögur, mikill söngur og bænagjörð. Í hverri barnaguðsþjónustu er fjársjóðskistan svo dregin fram sem hefur alltaf skemmtilega hluti að geyma sem tengist sögu dagsins.

Þessar stundir eru afskaplega dýrmætar fyrir trúaruppeldi barnanna þar sem börn og foreldrar sameinast í söng og bæn til Guðs.

Barnaguðsþjónustur í Seljakirkju eru alla sunnudaga kl. 11 og standa í um það bil 45 mínútur.

     

    Seljakirkja, Hagaseli 40, 109 Reykjavík. Sími 567 0110 · Kerfi RSS