Seljakirkja

 

Menningarvaka eldri borgara – 27. nóvember

Næstkomandi þriðjudag, 27. nóvember, verður menningarvaka eldri borgara í Seljakirkju og hefst samveran kl. 18.

Að þessu sinni mun Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi fréttamaður og útvarpsstjóri, segja okkur sögur úr lífi og starfi.
Þá mun hinn landskunni söngvari Þór Breiðfjörð flytja okkur tónlistina með sinni alkunnu gletni og gríni við undirleik Vignis Stefánssonar.

Að dagskrá lokinni verður gengið í safnaðarheimilið þar sem neytt verður máltíðar, sem verður með hátíðlegu sniði í tilefni þess að aðventa og jól eru á næsta leyti.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 567 0110.

Ólafur Jóhann Borgþórsson, 25/11 2018 kl. 20.31

     

    Seljakirkja, Hagaseli 40, 109 Reykjavík. Sími 567 0110 · Kerfi RSS