Seljakirkja

 

Námskeið um Aðventu Gunnars Gunnarssonar

Seljakirkja býður til tveggja kvölda námskeið um Aðventu Gunnars Gunnarssonar.
Á námskeiðinu verður fjallað um þessa einstöku sögu sem margir þekkja og hafa jafnvel oft lesið.
Fyrirlesari 22. nóvember er dr. Gunnar Kristjánsson emeritus sem mun fjalla um söguna og þann 29. nóvember mun sr. Bryndís Malla Elídóttir leiða umræður um söguna og fjalla um lestur hennar á aðventu.  Allir eru hjartanlega velkomnir hvort sem þeir hafa lesið söguna eða ekki.

Ólafur Jóhann Borgþórsson, 16/11 2018

Sunnudagurinn 18.11.18

Sunnudagaskóli kl. 11
Biblíusaga, söngur og gleði
brúðuleikhús og ávaxtahressing í lokin.

Guðsþjónusta kl. 14
Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari
Jóhanna Benný Hannesdóttir flytur hugleiðingu
og segir frá útvarpstöðinni Lindin
Kór kirkjunnar syngur og Tómas Guðni leikur á orgel
Kaffisopi að messu lokinni.

Verið hjartanlega velkomin í Seljakirkju! 

Bryndís Malla Elídóttir, 14/11 2018

Fyrirbænastundir á fimmtudögum

Fyrirbænastundir eru alla fimmtudaga kl. 12 í Seljakirkju. Það eru góðar stundir, þar sem Guðs orð er hugleitt og fyrirbænaefni falin góðum Guði. Í  kjölfar stundanna er gengið í safnaðarsalinn, þar sem boðið er upp á súpu og brauð að hætti Steinunnar kirkjuvarðar. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku.

Ólafur Jóhann Borgþórsson, 12/11 2018

Kirkjan er opin
Mánudaga 10-16
Þriðjudaga 10-22
Miðvikudaga 10-22
Fimmtudaga 10-16
Sunnudaga 10-16
sími: 567 0110
seljakirkja@kirkjan.is

Prestar:
Sr. Bryndís Malla Elídóttir.
bryndis.malla.elidottir@kirkjan.is

Ólafur J. Borgþórsson
olafur.bo@kirkjan.is

Æskulýðsfulltrúi:
Steinunn Anna Baldvinsdóttir
steinunn@seljakirkja.is

Föstudagur

Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Seljahlíð (síðasta föstud. í mánuði)
Kl. 20:00 AA-fundur

Ritningarvers dagsins:
Jesús sagði: ,,Farið út um allan heim og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni." (Mark. 16:15)

Dagskrá ...