Reynivallaprestakall

 

Messa – Minning látinna í Reynivallakirkju (kl.14) og Brautarholtskirkju (kl.17)

Kerti í kirkju

Kerti í kirkju

Messa verður í Reynivallakirkju sunnudaginn 11. nóvember kl.14 og í Brautarholtskirkju kl.17. Tendruð verða ljós til minningar um ástvini sem fallið hafa frá. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista. Altarisganga. Sóknarprestur þjónar.

Verið hjartanlega velkomin.

Arna Grétarsdóttir, 9/11 2018

Messa í Brautarholtskirkju kl.11

images-1Guðsþjónusta verður í Brautarholtskirkju kl.11 næstkomandi sunnudag 28. október.

Fermingarbörnin aðstoða við helgihaldið. Kirkjukórinn syngur og Guðmundur Ómar Óskarsson leikur á orgel og leiðir tónlist. Sóknarprestur þjónar.

Verið hjartanlega velkomin.

Arna Grétarsdóttir, 26/10 2018

Íhugunarstundir í Reynivallakirkju alla fimmtudaga kl.19.30

640px-Angelsatmamre-trinity-rublev-1410Íhugunarstundir verða alla fimmtudaga í Reynivallakirkju í október og nóvember. Stundirnar hefjast kl.19.30 og standa til kl.20. Slökun, kyrrð og bæn undir mjúkri og rólegri tónlist. Þau sem vilja geta tekið með sér dýnu og legið á gólfi, annars er setið  í bekkjunum.

Þátttakendur er vinsamlega beðnir um að mæta tímanlega svo ekki verði truflun á meðan á stundinni stendur.

Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur leiðir stundina.

Arna Grétarsdóttir, 4/10 2018

Taize messa í Brautarholtskirkju kl.11

Kross við veggSunnudaginn 7. október verður Taize-messa í Brautarholtskirkju kl.11. Ljúfir íhugunarsálmar sungnir. Fyrirgefningin verður til umfjöllunar í predikuninni spurt verður: Er alltaf hægt að fyrirgefa?

Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur og Guðmundur Ómar Óskarsson organisti leiðir kór og tónlist. Sóknarprestur þjónar.

Sunnudagaskóli á sama tíma í Fólkvangi. Karen Ósk leiðir stundina.

Verið hjartanlega velkomin.

Arna Grétarsdóttir, 4/10 2018

Græn messa í Reynivallakirkju kl.14

UnknownHvað er græn kirkja? Græn messa á sunnudaginn!

Messa verður í Reynivallakirkju 30. september kl.14. Tímabil sköpunarverksins stendur yfir í kirkjunni og verður fjallað um það ásamt því að kynna hvað græn kirkja er.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista. Verið hjartanlega velkomin.

Arna Grétarsdóttir, 24/9 2018

Messa í Brautarholtskirkju kl.11

IMG_1072Hvað er græn kirkja? Græn messa á sunnudaginn!

Messa verður í Brautarholtskirkju 23. september kl.11. Tímabil sköpunarverksins stendur yfir í kirkjunni og verður fjallað um það ásamt því að kynna hvað græn kirkja er.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista. Fermingarbörn aðstoða í messunni. Altarisganga.

Verið hjartanlega velkomin.

 

 

Arna Grétarsdóttir, 20/9 2018

Sunnudagaskóli og fermingarfræðsla í Fólkvangi

IMG_0960Sunnudagaskólinn verður á sínum stað sunnudaginn 9. september kl.11. Bangsablessun og við lærum um Jóhannes skírara. Mikið sungið og gleðin verður við völd. Karen Ósk og sr. Arna hafa umsjón með stundinni.

Fermingarfræðsla á sama stað kl.12.

Verið á velkomin.

Arna Grétarsdóttir, 7/9 2018

Fjölskyldumessa kl.11 í Brautarholtskirkju

facebookauglVetrarstarfið er að fara af stað. Sunnudagaskólinn og fermingarstarfinu verður ýtt úr vör 2. september kl.11 í Brautarholtskirkju með fjölskylduguðsþjónustu. Karen Ósk og sr. Arna hafa umsjón með stundinni. Fermingarbörnin boðin velkomin ásamt sunnudagaskólabörnunum.

Organistinn okkar Guðmundur Ómar Óskarsson verður með okkur ásamt kirkjukórnum.

 

Arna Grétarsdóttir, 28/8 2018

Hesta- og útivistarmessa – Tindatríóið syngur

imagesSunnudaginn 5. ágúst kl.14 verður hin árlega hesta- og útivistarmessa í Reynivallakirkju. Tindatríóið syngur og Atli Guðlaugsson leikur á trompet. Það er upplagt að ríða til kirkju eða taka góðan göngutúr um Kjósina fyrir messu.  Guðmundur Ómar Óskarsson organisti spilar og leiðir kirkjukór Reynivallaprestakalls. Sóknarprestur þjónar.

Kaffi og kleinur á pallinum við prestssetrið að messu lokinni.

ATH! Hestagirðing er neðan við prestssetrið.

Við hlökkum til að sjá ykkur á Reynivöllum!

Arna Grétarsdóttir, 30/7 2018

Kvöldstund í Reynivallakirkju kl.20 – Laugardaginn 23. júní

Unknown-1Laugardagskvöldið 23. júní kl.20 verður íhugunarkvöldstund í Reynivallakirkju. Jónsmessan og náttúran íhuguð í  kyrrð á björtu kvöldi. Sóknarprestur þjónar. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar.

Verið hjartanlega velkomin.

Arna Grétarsdóttir, 19/6 2018

Sóknarprestur
Arna Grétarsdóttir
gsm 865 2105
arna.gretarsdottir@kirkjan.is

Brautarholtssókn
Björn Jónsson er formaður sóknarnefndar í Brautarholtssókn. Netfangið hans er bjorn@brautarholt.is.

Reynivallasókn
Sigríður Klara Árnadóttir er formaður sóknarnefndar í Reynivallasókn. Netfangið hennar
er sigridur@kjos.is.

 

· Kerfi RSS