Reykhólaprestakall

 

Sumarleyfi

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir er komin í sumarleyfi og hættir svo þann 1.júlí.

Sr.Sigríður Óladóttir sóknarprestur í Hólmavík og sr.Anna Eiríksdóttir sóknarprestur í Búðardal leysa af til 1.júlí en þá tekur sr.Elín Salóme við sem settur sóknarprestur í Reykhólaprestakalli.

Góðar stundir!

 

Hildur Björk Hörpudóttir, 4/6 2018

Lokahátíð sunnudagaskólans

Lokahátíð sunnudagaskólans er í Tjarnarlundi næstkomandi sunnudag kl.11. Þar verður dansað og sungið og Stoppleikhópurinn kemur og sýnir leikrit. Pulsur og svalar í boði eftir stundina.

Fermingaræfing verður í Staðarhólsskirkju kl.13.00 fyrir þau börn sem fermast 29.apríl.

Aðalsafnaðarfundur Staðarhólssóknar verður í Tjarnarlundi næst sunnudag kl.13.30

Góðar stundir!

Hildur Björk Hörpudóttir, 20/4 2018

Aðalsafnaðarfundur Staðarhólssóknar

Aðalsafnaðarfundur Staðarhólsskónar verður haldinn sunnudaginn 22.apríl kl. 13.30 í Tjarnalundi.

Dagskrá:

  1. Gert grein fyrir starfsemi og rekstri sóknanna á liðnu starfsári.
  2. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga sókna og kirkjugarða fyrir s.l. ár.
  3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
  4. Ákvarðanir um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
  5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til 4ra ára.
  6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs ásamt varamönnum þeirra til árs í senn.
  7. Kosning í aðrar nefndir og ráð.
  8. Önnur mál (meðal annars um kirkjugarðinn).

Hildur Björk Hörpudóttir, 4/4 2018

Helgihald um páska og vor í Reykhólaprestakalli

Skírdagur 29.mars:

Messa í Reykhólakirkju kl.11.00 Fermdur verður Samúel Björnsson.

Skírnarmessa í Gufudalskirkju kl.14.00. Skírður verður sonur Hafrósar og Jóhanns.

Guðsþjónusta með altarisgöngu í Garpsdalskirkju kl.20.00

 

Páskadagur 1.apríl:

Hátíðarmessa í Reykhólakirkju kl.11.00

Hátíðarmessa í Staðarhólskirkju kl.13.00

Fermingarathöfn Söru Daggar Eyvindsdóttur fer fram laugardaginn 14.apríl kl.14.00 í Reykhólakirkju.

Sunnudaginn 22.apríl verður lokahátíð sunnudagaskólans kl.11.00 í Tjarnarlundi. Við ætlum að syngja og skemmta okkur saman og Stoppleikhópurinn mætir og sýnir leiksýninguna “Hans Klaufi” og á eftir verður boðið upp á grillaðar pulsur og svala.

Sunnudaginn 29.apríl er messa í Staðarhólskirkju kl.14.00 Fermd verða Albert Hugi Arnarsson, Nökkvi Már Sigurðarson og Ketija Kirke.

Sunnudaginn 20.maí er messa í Reykhólakirkju kl.13.00 Fermdur verður Sigurjón Árni Torfason.

Sunnudaginn 3.júní er messa í Reykhólakirkju kl.14.00 Fermdur verður Hlynur Hjaltason.

 

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir sóknarprestur lei

Hildur Björk Hörpudóttir, 18/3 2018

Æskulýðsmessa, kóræfingar og fleira

Vert er að minna á kóræfingar á þriðjudagskvöldum kl.20.30 og barnakórsæfingar á fimmtudögum eftir skóla.

Æskulýðsfélagið hittist fimmtudaginn 8.mars. kl.20.00 í Reykhólakirkju.

Fermingarfræðsla verður laugardaginn 10.mars frá kl.12-14 í Reykhólakirkju.

Opnir tímar í sálgæslu eru bæði fimmtudag, föstudag og laugardag.

Helgistund verður í Barmahlíð sunnudaginn 11.mars kl.14.45.

Æskulýðsmessa verður sunnudaginn 11.mars kl.17.00 í Reykhólakirkju og grill á eftir. Verða það sunnudagaskólabörnin, fermingarbörnin og æskulýðsfélagið sem leiða messuna ásamt barnakórnum. (ATH.að ekki er sunnudagaskóli)

Góðar stundir!

 

 

Hildur Björk Hörpudóttir, 5/3 2018

Helgardagskrá

Kóræfing er á þriðjudag.

Barnakórsæfing er á fimmtudag.

Opnir sálgæslutímar á fimmtudag og föstudag.

Á föstudaginn 23.feb. er fermingarfræðsla í prestbústaðnum frá kl.15.00.00-17.00.

Gistinótt æskulýðsfélagsins “Andvaka með Jesú” verður föstudaginn 23.feb. kl.18.00. Allir koma með eitthvað í Pálínuboð, við borðum saman og förum í kariókí :) og verðum smá andvaka með Jesú. Gistinóttinni lýkur kl.10.00 á laugardeginum. Má koma með smá nammi og gos.

Á LAUGARDAGINN 24.feb. er laugardagaskóli kl.11.00 (sunnudagsskóli) með tilhlökkun en þá föndrum við með trölladeig, heyrum skemmtilega sögu og sjáum nýjan þátt með Hafdísi og Klemma.

Sunnudagaskólinn verður laugardagsskóli vegna fundar Prestafélags Vestfjarða sem hefst þennan laugardag í Heydölum kl.16.00 og stendur fram á sunnudag.

Á sunnudaginn 25.feb. er helgistund í Barmahlíð kl.14.45.

Góðar stundir!

Hildur Björk Hörpudóttir, 19/2 2018

Febrúar

Kóræfingar eru á þriðjudögum kl.20.30 í Reykhólakirkju.

Barnakórsæfingar eru á fimmtudögum kl.14.45 í Reykhólakirkju.

Gistinótt æskulýðsfélagsins “Andvaka með Jesú” verður föstudaginn 9.feb. kl.18.00. Allir koma með eitthvað í Pálínuboð, við borðum saman og förum í kariókí :) og verðum smá andvaka með Jesú. Gistinóttinni lýkur kl.10.00 á laugardeginum. Má koma með smá nammi og gos.

Á laugardaginn 10.feb. er fermingarfræðsla í prestbústaðnum frá kl.11.00-13.00.

Á sunnudaginn 11.feb. er sunnudagaskóli með tilhlökkun en þá föndrum við með trölladeig, heyrum skemmtilega sögu og sjáum nýjan þátt með Hafdísi og Klemma.

Á sunnudaginn 11.feb. er helgistund í Barmahlíð kl.14.45.

Góðar stundir.

Hildur Björk Hörpudóttir, 5/2 2018

Janúar- Vertu velkomið nýtt ár!

Dagskrá janúars í Reykhólaprestakalli er eftirfarandi.

Föstudaginn 26.janúar er hittingur hjá æskulýðsfélaginu í Reykhólakirkju kl.20.00.

Laugardaginn 27.janúar er fermingarfræðsla í Tjarnarlundi kl.13.00-16.00.

Sunnudaginn 28.janúar er sunnudagskóli í Reykhólakirkju kl.11.

Sunnudaginn 28.janúar er helgistund á Barmahlíð kl.14.45.

Góðar stundir og gleðilegt nýtt ár!

Hildur Björk Hörpudóttir, 29/12 2017

Afleysing frá 3.-18.janúar 2018

Sóknarprestur Reykhólaprestakalls mun vera í fríi frá 3.-18.janúar næstkomandi og mun sr.Sigríður Óladóttir sóknarprestur á Hólmavík leysa af. Síminn hennar er 862-3517.

Bestu kveðjur!

Hildur Björk Hörpudóttir, 29/12 2017

Hátíðarguðsþjónustu í Skarðskirkju á annan í jólum er aflýst

Hátíðarguðsþjónusta sem átti að vera í Skarðskirkju á annan í Jólum kl.17.00 hefur verið aflýst.

Hildur Björk Hörpudóttir, 20/12 2017

Kirkjan á Reykhólum stendur opin. Þangað er þér velkomið að leita til þess að finna frið og ró í húsi Guðs.

Viðtalstímar eftir samkomulagi

Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, sóknarprestur:
S. 434 7716 - GSM. 699 5779

 

Reykhólaprestakall, Hellisbraut 4, 380 Reykhólum. Sími 434 7716 , fax 434 7716 · Kerfi RSS