Reykhólaprestakall

 

Góð kirkjusókn á aðventu

Mikið hefur verið um að vera í Reykhólaprestakalli á aðventunni. Þrjár aðventustundir hafa verið haldnar í kirkjum prestakallsins. Var sú fyrsta haldin í Staðarhólskirkju 3. desember, þá var haldin aðventustund í Reykhólakirkju 11. desember og loks í Garpsdalskirkju 13. desember.

Lesa áfram …

Sjöfn Þór, 15/12 2005

Frábært mót og frábærir krakkar

Landsmót Æskulýðsfélaga Kirkjunnar fór fram á Akureyri nú um liðna helgi. Fjórtán unglingar og tveir leiðtogar fóru frá Reykhólum á föstudaginn í roki og snjókomu og komu til Akureyrar seint á föstudagskvöld. Skoðaðu endilega myndirnar á www.flickr.com/photos/sjofn

Lesa áfram …

Sjöfn Þór, 18/10 2005

Unglingar á Reykhólum safna fyrir Landsmóti

Unglingar æskulýðsstarfi kirkjunnar á Reykhólum stóðu í ströngu á dögunum þegar þau stóðu fyrir frjáröflum til þess að komast á Landsmót æskulýðsfélaga Kirkjunnar á Akureyri.

Lesa áfram …

Sjöfn Þór, 18/10 2005

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

Sunnudaginn 4. september kl. 11.00 vígir Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, þrjá guðfræðinga til prestsþjónustu. Vígðar verða Ása Björk Ólafsdóttir til Fríkirkjunnar í Reykjavík, Guðrún Eggertsdóttir til prestsþjónustu á Landsspítala, Háskólasjúkrahúsi og Sjöfn Þór til Reykhólaprestakalls í Vestfjarðaprófsstdæmi.

Lesa áfram á vef Þjóðkirkjunnar …

Sjöfn Þór, 2/9 2005

Landsmót Æskulýðsfélaga

Landsmót Æskulýðsfélaga verður haldið á Akureyri 14.-16 október. Unglingum í Reykhólasókn stendur að sjálfsögðu til boða að koma með á mótið.

Lesa áfram …

Sjöfn Þór, 17/8 2005

Fermingarstarf

Fermingarstarfið hefst um miðjan september. Fermingarbörn og foreldrar þeirra verða boðuð til fundar með sóknarpresti í september þar sem form fermingarfræðslunnar verður rætt, tímasetning fræðslunnar og inntak.

Sjöfn Þór, 17/8 2005

Sjöfn Þór tekur við starfi sóknarprests

Sjöfn Þór mun taka við starfi sóknarprests í Reykhólaprestakalli þann 1. september næstkomandi. Vígsla hennar fer fram í Dómkirkjunni þann 4. september kl 11.00. Innsetning í embætti sóknarprests fer fram þann 18. september í Reykhólakirkju.

Sjöfn Þór, 17/8 2005

Kirkjan á Reykhólum stendur opin. Þangað er þér velkomið að leita til þess að finna frið og ró í húsi Guðs.

Viðtalstímar eftir samkomulagi

Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, sóknarprestur:
S. 434 7716 - GSM. 699 5779

 

Reykhólaprestakall, Hellisbraut 4, 380 Reykhólum. Sími 434 7716 , fax 434 7716 · Kerfi RSS