Reykhólaprestakall

 

Ný vika, ný tækifæri til að taka þátt í gefandi kirkjustarfi!

Opnir tímar í sálgæslu föstudaginn 8.mars og laugardaginn 9.mars.
Dala og Reykhólaprestakall heldur sameiginlegan sunnudagaskóla með tilhlökkun í Tjarnalundi í mars. Það verður föndrað, leikið, sungið og skemmt sér saman og í boði verður léttur hádegisverður eftir stundirnar.
Sunnudaginn 10. mars kl.11.00 verður föndur-sunnudagaskóli þar sem við ætlum að vinna með umhverfisvernd og réttlæti.
Helgistund verður á Barmahlíð kl.14.45 sunnudaginn 10.mars og eru allir velkomnir.
Æskulýðsfélagið hittist kl.16.00 á sunnudaginn í prestbústaðnum á Barmahlíð og heldur út í söfnunarferð fyrir áheitum vegna dansnóttar og vorferðar í maí.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Hildur Björk Hörpudóttir, 6/3 2019 kl. 10.27

     

    Reykhólaprestakall, Hellisbraut 4, 380 Reykhólum. Sími 434 7716 , fax 434 7716 · Kerfi RSS