Reykhólaprestakall

 

Safnaðarstarf í Reykhólaprestakalli fram að jólum

Sunnudagaskólinn verður annan hvern sunnudag og byrjar 7.okt kl.11.00 í Reykhólakirkju. Þar munum við dansa, föndra og skemmta okkur!

Fermingarfræðsla verður einu sinni í mánuði á föstudögum og hófst með Vatnarskógarferð dagana 20-24 ágúst.

Æskulýðsfélagið hittist tvisvar í mánuði á fimmtudagskvöldum í Reykhólakirkju kl.20.00 og brallar ýmislegt skemmtilegt saman. Fyrsti fundur er fimmtudagurinn 4.okt kl.20.00 í Reykhólakirkju.

Kirkjukórinn mun æfa kl.20.30 öll þriðjudagskvöld í Reykhólakirkju. Allir eru hjartanlega velkomnir og það vantar í allar raddir.

AA-fundir verða alla föstudaga kl.20.00 í Reykhólakirkju og boðið verður upp á sérstaka sálgæsluhópa í vetur sem miða að því að losna undan fíkn og meðvirkni.

Helgistundir á Barmahlíð verða kl.14.45 annan hvern sunnudag og eru opnar öllum.

Opnir tímar í sálgæslu eru annan hvern fimmtudag, föstudag og laugardag og einnig er ávallt hægt að panta tíma hjá sóknarpresti.

Messað verður einu sinni í mánuði í kirkjum prestakallsins yfir vetrarmánuðina, auk þess sem fleiri messur verða yfir jól og páska ásamt aðventukvöldum.

Helgihald og safnaðarstarf er leitt af sr.Hildi Björk Hörpudóttur og tónlist og kórstjórn er í höndum Ingimars Ingimarssonar organista.

Góðar stundir!

Hildur Björk Hörpudóttir, 9/9 2018 kl. 15.02

     

    Reykhólaprestakall, Hellisbraut 4, 380 Reykhólum. Sími 434 7716 , fax 434 7716 · Kerfi RSS