Reykhólaprestakall

 

Héraðsfundur 2.september

Héraðsfundur Vestfjarðaprófastsdæmis verður haldinn á Suðureyri við Súgandafjörð sunnudaginn 2. september næstkomandi.  Fundurinn hefst með guðsþjónustu í Suðureyrarkirkju kl. 11:00 þar sem sr. Kristján Arason, sóknarprestur á Patreksfirði predikar en sr.Fjölnir Ásbjörnsson þjónar fyrir altari.  Eftir guðsþjónustuna verður snæddur hádegisverður á veitingastaðnum Talisman á Aðalgötu 14 á Suðreyri en sjálfur héraðsfundurinn verður haldinn í félagsheimilinu, sem er á móti þessum ágæta veitingastað. Vegna hádegisverðar og kaffiveitinga er nauðsynlegt að fólk láti vita af því hvort það hyggist mæta á héraðsfundinn svo að veitingamaðurinn viti hvað hann á að gera ráð fyrir mörgum.  Vinsamlegast látið sóknarprestinn ykkar vita eigi síðar en miðvikudaginn 29. ágúst.

Prófastur hefur síðan samband við prestana og fær hjá þeim upplýsingar um fjölda þátttakenda.

Héraðsnefnd hefur veitt þeim ferðastyrk, sem aka um langan veg til að sækja héraðsfund og er þá miðað við að safnast sé saman í bíla.  Sé næg þátttaka þá er hugsanlegt að skipuleggja rútuferð.

 

Dagskrá héraðsfundar:

1.        Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.        Skýrsla héraðsnefndar

3.        Ársreikningar héraðssjóðs

4.        Starfsáætlun héraðsnefndar

5.        Hjálparstarf kirkjunnar

6.        Starfsskýrslur sókna, nefnda og annarra starfsmannstofnana prófastsdæmisins lagðar fram

svo og ársreikningar sókna og kirkjugarða.  Skýslur skulu helst vera skriflegar og er hægt að

skoða þar til gert eyðublað á heimasíðu prófastsdæmisins en slóðin þangað er: http://kirkjan.is/vestfjardaprofastsdaemi/.

7.        Erindi frá Kirkjuþingi og biskupafundi:  Sameiningar prestakalla

8.        Samþykktir Prestastefnu og Leikmannastefnu kynntar

9.        Ákvörðun um greiðslur til kjörinna héraðsnefndarmanna fyrir störf þeirra á liðnu ári

10.      Kosningar:

a) Kjósa þarf til héraðsnefndar úr hópi presta; einn aðalmann til tveggja ára og annan til vara.

b) Kjósa þarf fulltrúa héraðsfundar í stjórn friðarsetursins í Holti; einn aðalmann til tveggja ára og annan til vara.

11.      Aðrar kosningar eða tilnefningar sem heyra undir héraðsfund.

12.      Önnur mál.

 

Aðalefni þessa fundar er kynning á Hjálparstarfi kirkjunnar.  Tveir fulltrúar frá Hjálparstarfinu munu kynna fyrir okkur

helstu þætti í utanlands- og innanlandaatðstoðinni og svara fyrirspurnum.

 

Eins verður rætt um sameingar prestakalla.  Fyrir liggur tillag frá biskupafundi um að sameina Hólmavíkurprestakall og

Reykhólaprestakall í eitt.  Áfram yrðu tveir prestar á svæðinu og prestssetur á Hólmavík og á Reykhólum.

 

Gert verður kaffihlé á fundinum.  Fundarslit verða síðdegis.

Hildur Björk Hörpudóttir, 29/8 2018 kl. 8.29

     

    Reykhólaprestakall, Hellisbraut 4, 380 Reykhólum. Sími 434 7716 , fax 434 7716 · Kerfi RSS