Reykhólaprestakall

 

Júní í Reykhólaprestakalli

Þann 2. júní verður fermdur Jón Halldór Lovísuson í hátíðarmessu kl.14.00 í kirkjunni á Stað.

Sunnudaginn 2.júní verður helgistund í Barmahlíð kl.15.00 og eru allir velkomnir.

Þann 16.júní verður Ketill Ingi Guðmundsson fermdur í einkaathöfn á Grund.

Sunnudaginn 16.júní verður helgistund á Barmahlíð kl.15.15 og eru allir velkomnir.

Laugardaginn 29.júní er sumarmessa í Skálmarnesmúla kl.14 og eins og vanalega koma allir með eitthvað á sameiginlegt kaffiborð.

Sálgæslu er sinnt eftir samkomulagi og hægt er að hafa samband í síma 6995779 hvenær sem er og panta tíma.

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir leysir sr.Sigríði Óladóttur af í Hólmavíkurprestakalli í júní vegna sumarleyfa.

 

Hildur Björk Hörpudóttir, 28/5 2019

Maí

Heil og sæl,

Prestastefna var dagana 29.apríl-2.maí.

Helgina 3.-5. maí var boðið upp á opna tíma í sálgæslu og átti að vera helgistund á Barmahlíð en því miður féll hún niður sökum veikinda heimilismanna.

Vikuna 11.maí -19.maí er sr.Hildur Björk Hörpudóttir í námsferð erlendis og sr.Sigríður Óladóttir leysir af. Síminn hennar er 8623517.

Vorkveðjur!

Hildur Björk Hörpudóttir, 7/5 2019

Páskar og fermingar

Á skírdag er Hátíðarmessa með altarisgöngu kl.20.00 í Garpsdalskirkju.

Á annan í páskum er Hátíðarmessa í Staðarhólskirkju kl.13.00.

Á annan í páskum er helgistund á Barmahlíð kl.15.30.

Þann 25.apríl (sumardaginn fyrsta) er fermingarmessa í Gufudalskirkju kl.14.00.

Þann 27.apríl er fermingarmessa í Staðarkirkju kl.14.00.

Á sunnudaginn 28.apríl er lokahátíð sunnudagaskólans kl.11.00 í Tjarnarlundi. Leikfélagið Brúðuheimar mætir. (ATH.breytta dagsetningu)

Páskakveðjur!

Hildur Björk Hörpudóttir, 17/4 2019

Vikan..

Heil og sæl,

Minnum á kóræfingar sem eru öll þriðjudagskvöld og allir innilega velkomnir.

Á laugardag eru opnir tímar í sálgæslu.

Á sunnudag er sunnudagaskóli í Tjarnarlundi og ætla Spilavinir að koma og kenna okkur á ný spil, léttur hádegismatur í boði eftir stundina.

Á sunnudag er einnig helgistund á Barmahlíð kl.14.45 og eru allir velkomnir.

Með gleði í hjarta!

Hildur Björk Hörpudóttir, 4/4 2019

Á döfinni

Heil og sæl!

Föstudaginn 22.mars og laugardaginn 23.mars eru opnir tímar í sálgæslu.

Sunnudaginn 24. mars kl.11.00 verður bangsa og náttfata- sunnudagaskóli í Tjarnarlundi þar sem við ætlum að vinna með hvíld, ró og gleði, borða popp, drekka svala og kíkja á smá stuttmyndir.

Sunnudaginn 24.mars verður helgistund á Barmahlíð kl.14.45 og eru allir velkomnir.

Sunnudaginn 24.mars frá kl.16.00-18.00 verður áheitasöfnun fyrir vorferð æskulýðsfélagsins en þau ætla að halda dansmaraþon í sólarhring í Tjarnarlundi í apríl.

Góðar stundir.

Hildur Björk Hörpudóttir, 19/3 2019

Ný vika, ný tækifæri til að taka þátt í gefandi kirkjustarfi!

Opnir tímar í sálgæslu föstudaginn 8.mars og laugardaginn 9.mars.
Dala og Reykhólaprestakall heldur sameiginlegan sunnudagaskóla með tilhlökkun í Tjarnalundi í mars. Það verður föndrað, leikið, sungið og skemmt sér saman og í boði verður léttur hádegisverður eftir stundirnar.
Sunnudaginn 10. mars kl.11.00 verður föndur-sunnudagaskóli þar sem við ætlum að vinna með umhverfisvernd og réttlæti.
Helgistund verður á Barmahlíð kl.14.45 sunnudaginn 10.mars og eru allir velkomnir.
Æskulýðsfélagið hittist kl.16.00 á sunnudaginn í prestbústaðnum á Barmahlíð og heldur út í söfnunarferð fyrir áheitum vegna dansnóttar og vorferðar í maí.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Hildur Björk Hörpudóttir, 6/3 2019

Febrúar

Sr.Hildur Björk verður í sumarleyfi frá 6 feb.-20.feb. Sr.Sigríður Óladóttir, sóknarprestur á Hólmavík, leysir af á meðan.
Þann 22.feb er sameinaður sóknarnefndafundur Hólmavíkur og Reykhólaprestakalls.
22.feb frá kl.20.00-22.00 er æskulýðsfélagshittingur í sundlauginni með leikjum, tónlist og svo grilluðum pulsum og djús.
Laugardaginn 23.feb. er fermingarfræðsla frá kl.10.00-12.00 í prestbústaðnum í Barmahlíð.
Sunnudaginn 24.feb er helgistund í Barmahlíð kl.14.45 og allir velkomnir.
Sunnudagaskólinn heldur svo aftur af stað eftir janúar og verður þematengdur í mars og apríl í Tjarnarlundi.
Góðar vetrarstundir!

Hildur Björk Hörpudóttir, 4/2 2019

Náms og starfsferð

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir verður í náms og starfsferð frá 20.jan-26.jan. Sr.Anna Eiríksdóttir leysir af og er með síma 8974724.

Hildur Björk Hörpudóttir, 18/1 2019

Önnur vikan í janúar

Aðal safnaðarfundur í Staðarhólssókn fimmtudaginn 10.jan kl.17.

Opnir tímar í sálgæslu föstudaginn 11.jan og laugardaginn 12.jan

Sunnudagaskóli í Reykhólakirkju kl.11.00 sunnudaginn 13.jan.

Fermingarfræðsla kl.12.15-14.00 í Reykhólakirkju sunnudaginn 13.jan.

Helgistund á Barmahlíð kl.14.45. sunnudaginn 13.jan.

Hildur Björk Hörpudóttir, 9/1 2019

Vikan 29.okt-5.nóv

Kóræfing kl.20.30 á þriðjudaginn 30.okt í Reykhólakirkju.

Æskulýðsfélagið hittist kl.20.00 í Reykhólakirkju á fimmtudagskvöldið og heimsækir Barmahlíð í spilakvöld.

Opnir tímar í sálgæslu á fimmtudag, föstudag og laugardag.

AA fundur og sálgæsluhópur um fíkn og meðvirkni er kl.20.00 á föstudagskvöldið 2.nóv í Reykhólakirkju.

Sunnudagaskóli er kl.11.00 í Reykhólakirkju sunnudaginn 4.nóv og er bangsablessun! (Allir að mæta með uppáhalds bangsann sinn eða dúkku)

Helgistund á Barmahlíð er kl.14.45 á sunnudeginum, allir velkomnir.

Góðar og ljúfar hauststundir!

Hildur Björk Hörpudóttir, 29/10 2018

Kirkjan á Reykhólum stendur opin. Þangað er þér velkomið að leita til þess að finna frið og ró í húsi Guðs.

Viðtalstímar eftir samkomulagi

Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, sóknarprestur:
S. 434 7716 - GSM. 699 5779

 

Reykhólaprestakall, Hellisbraut 4, 380 Reykhólum. Sími 434 7716 , fax 434 7716 · Kerfi RSS