Íslenski söfnuðurinn í London

 

Fermingarferðalag

Markús Darri Jónsson

Á leiðinni á Stansted var gaman því að ég var í bíl með Orra og Ernu. Við bara spjölluðum um allt og ekkert þanning að okkur leiddist ekkert. Við vorum fyrst á Stansted og það var allt í lagi. Við biðum eftir hinum að koma. Svo loksins komu þau, nú átti að fara að tékka sig inn. Það gekk vel og við fengum svona húfu og allt. Nú lá leiðin í fríhöfnina, þá kynntumst við öll og allt bara rosa gaman. Þegar við komum í flugvélina var bara sest niður og spjallað. Og loksins komu flugfreyjurnar með Roastbeef samlokuna.

Nú vorum við lent á Íslandinu góða og lá leiðin að sækja töskurnar. Ég og Orri vorum að fara að sækja töskurnar en viti menn Orri þurfti að fara að kaupa Toblerone fyrir frænku sína og lét mig taka töskurnar aleinn en ég fór náttulega létt með það því að ég er svo sterkur. Maður átti að gista eina nótt í Reykjavík og ég og Orri gistum hjá frænku Orra. Næsta dag átti maður að mæta eldsnemma í BSÍ. Og ég alveg dauðþreyttur settst í rútuna og er alveg að sofna en þá vekur leiðsögukonan mig með gríðarlega fallegum söng.

Nú var maður kominn í Skálholt. Við gistum í sumarbústöðum, það voru 3 bústaðir og við strákarnir gistum í 1 og stelpurnar í 2. Þegar við vorum búin að koma sér fyrir fórum við í kirkjuna að brasa eitthvað. Við fengum pítsu að borða um kvöldið. Og svo var kvöldvaka með unglingakór Garðarbæjarog það var rosa gaman. Svo var frítími og þá vorum við krakkarnir að spjalla saman og svoleiðis. Síðasta daginn var farið í messu og svo fórum við með einhverjum kalli og hann fræddi okkur um sögu Skálholts og fór með okkur í einhver göng og sýndi okkur steinkistu sem biskupinn var grafinn í. Svo fengum við skúffuköku og djús. Svo áttum við að semja sína eigin bæn og fara í kirkjuna og biðja bænina sem ég samdi.

Það var farið eitt í einu og á meðan voru hinir í leikjum. Nú lá leiðinni heim, það var farið upp í bústaðog pakkað. Við biðum eftir rútunni, og svo kom hún. Á leiðinni til Reykjavíkur var bara fínt allir svolítið þreyttir en samt gaman.

Það var gaman að fara í þessa ferð útaf því að það var gaman að kynnast öllum krökkunum og Sigga , Sveini og Eyrúni. Og einnig að fræðast um sögu Skálholts.

     

    Íslenski söfnuðurinn í London,b/t sr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, Embassy of Iceland London, 2A Hans Street, London SW1X 0JE. Sími tel. 44 (0) 20 7259 3999. · Kerfi RSS