Íslenski söfnuðurinn í London

 

Starfið

Helgihald og safnaðarstarf

Messur

Stefnt er að því að halda messur að minnsta kosti fjórum sinnum á ári. Þær eru yfirleitt  í Sænsku kirkjunni í London. Samtímis er sunnudagaskóli. Íslenski kórinn í London syngur við messurnar undir stjórn Matthildar Önnu Gísladóttur, kórstjóra og oft er einsöngur einhvers af þeim mörgu góðu söngvurum sem búa í Englandi. Eftir messu er alltaf kaffi og messugestir eru beðnir að taka eitthvað með sér á kaffiborðið ef tækifæri er til.

Kórinn

Öll þau sem áhuga hafa á söng og hafa gaman af því að syngja í kór eru hvött til að fjölmenna í Íslenska kórinn í London. Kóræfingar eru á þriðjudagskvöldum frá klukkan 19-21 í Íslenska sendiráðinu að 2a Hans Street, SW1 og næstu neðanjarðarlestarstöðvar eru Knightsbridge (bláa línan) og Sloane Square (græna línan). Kórinn hefur æfingar aftur um miðjan september í haust, nánar tilkynnt síðar.

Efnisskráin er fjölbreytt og áhersla lögð á skemmtilegt og gott samfélag. Eins syngur kórinn í íslensku messunum og guðsþjónustunum og söng í sjómannamessu í Grimsby nú í vor. Eftir æfingar er venjan að fara á nærliggjandi “pub” og spjalla saman.

Sunnudagaskóli

Íslenskum börnum í Englandi fer fjölgandi og mikilvægt er að kirkjan mæti þessum aldurshóp sem og öðrum aldurshóp með fræðslu og samverum sem á við. Þess vegna hefur verið ákveðið að aldursskipta sunnudagaskólanum þegar mánaðarlegar messur eru.

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðsla er þá daga sem messað er. Fræðslan er ætluð fyrir alla þá unglinga sem eru búsettir á Bretlandseyjum og ætla að fermast á næsta ári, hvort sem þau fermast í Bretlandi eða á Íslandi. Þeir sem vilja skrá sig í fermingarfræðslu hafi samband við prestinn.

Ritgerðir fermingarbarna vegna Skálholtsferðar haustið 2004

Sæunn Þórisdóttir: Fermingarferð til Íslands

Dagur Húnfjörð: The Trip to Skálholt

Klara Óskarsdóttir: Fermingarferð til Íslands

Markús Darri Jónsson: Fermingarferðalag

Linda Sóley James: Trip to Skálholt

 

Íslenski söfnuðurinn í London,b/t sr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, Embassy of Iceland London, 2A Hans Street, London SW1X 0JE. Sími tel. 44 (0) 20 7259 3999. · Kerfi RSS