Íslenski söfnuðurinn í London

 

Jólamessur í London og Hull

Jólahelgistund íslenska safnaðarins í London verður haldin sunnudaginn 15. desember kl 15:00. í Sænsku kirkjunni við 6 Harcourt Street, London W1H 4AG
Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, biskup, mun þjóna fyrir altari. Helgi Rafn Ingvarsson mun stjórna kórnum og orgelleikari verður Judith Þorbergsson. Jólaball íslendingafélagsins verður haldið eftir messuna og en við yrðum þakklát ef fólk gæti komið með eitthvað góðgæti með kaffinu.
Sr. Jón mun vera með fermingafræðslu í Sænsku kirkjunni fyrir messuna á sunnudeginum kl 12:30  (á skrifstofu sænska prestsins – Michael Persons) .
Nánari upplýsingar um fermingafræðsluna veitir Sr. Sigurður Arnarsson Sigurdur.Arnarson@kirkjan.is

Jólahelgistund fyrir íslendinga á Humberside svæðinu verður haldin í dönsku kirkjunni í Hull, laugardaginn 14. desember kl 16:00. Sr Jón, Helgi, Judith og kórinn munu einnig koma

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 1/12 2013

Haustmessa

Haustmessa íslenska safnaðarins í London verður haldin sunnudaginn 29. september nk. kl. 15.00 í sænsku kirkjunni (6 Harcourt Street, W1H 4AG London). Séra Sigurður Arnarson mun þjóna fyrir altari og íslenski kórinn í London mun syngja undir stjórn Helga Rafns Ingvarssonar. Sunnudagaskóli verður fyrir börnin.

Séra Sigurður mun vera með fermingarfræðslu laugardagsmorguninn 28. september frá kl 11-14 í sendiráði íslendinga í London (2a Hans street, London SW1X 0JE)   og biður hann áhugasama um að hafa samband við sig áður: Sigurdur.Arnarson@kirkjan.is

Eins og venja er verður kaffi eftir messuna og við yrðum þakklát ef fólk gæti komið með eitthvað góðgæti á borðið.

Íslenskur skiptibókamarkaður verður haldinn í kaffinu og komið því endilega með íslenskar bækur til skiptana.

Aðalfundur Íslendingafélagsins verður einnig haldinn eftir messuna. Félagið leitar að nú að 1-2 nýjum einstaklingum í stjórnina en þetta er frábært tækifæri til þess að kynnast nýju fólki og leggja sitt af mörkum í að gera félagsstarfið sem öflugast. Félagið óskar einnig sérstaklega eftir foreldrum í foreldraráð sem mun sjá um að aðstoða við undirbúining á félagsstarfi og viðburðum fyrir börnin.

Við hvetjum því sem flesta til þess að mæta á messuna og fundinn.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 23/9 2013

17 júní messan verður haldin sunnudaginn 23 júní í Dönsku kirkjunni við Regents Park

Þjóðhátíðardagur Íslands verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 23. júní í dönsku kirkjunni við Regent’s Park (5 St. Katharine’s Precinct, London NW1 4HH). Messan hefst kl. 15:00 og mun sr. Sigurður Arnarson prédika og  þjóna fyrir altari.  Fjallkonan mun flytja ávarp og  Íslenski kórinn í London mun syngja undir stjórn Helga Rafns Ingvarssonar.

Kl 16:00, að messu lokinni, hefst skemmtidagskrá í garði kirkjunnar.

Þar verður boðið upp á:
- Grillaðar SS pylsur
- Íslenskt góðgæti
- Andlitsmálningu
- Skemmtiatriði
- Hoppukastala fyrir börnin í boði Logos lögmannsþjónustu, www.logos.is

Dagskrá lýkur kl. 18:00.

Hlökkum til að sjá sem flesta! :)

 

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 6/6 2013

Guðsþjónusta og páskaeggjabingó

Næsta guðsþjónusta í London verður á pálmasunnudag, 24. mars, kl. 15.00. Lítill drengur verður borinn til skírnar. Prestur verður sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Kór íslendinga syngur undir stjórn Helga Rafns Ingvarssonar. Sunnudagaskóli fyrir yngstu kynslóðina í umsjón hins eina sanna Fiffa, Friðþjófs Þorsteinssonar.
Eftir messu verður páskaeggjabingó Íslendingafélagsins í safnaðarsalnum.
Messað verður í Sænsku kirkjunni, 6 Harcourt Str., London, næstu neðanjarðarstöðvar eru Edgewere Road og Marlybone.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 20/3 2013

Jólatónleikar til styrktar íslenska söfnuðinum


Miðaverð er 20 pund / The ticket price is £20
Miðar verða afthentir við dyrnar / Tickets to be collected on the door

Number of tickets

Many thanks to our sponsors for their generous support
Iceland air, Logos, Chase Erwin, Arctic
The following companies have generously sponsored the raffle:
Hótel Reynihlíð, Iceland – 2 nights, full board & geothermal spa
English National Opera – 2 tickets
Chrystal Palace football club – 2 tickets
Texture restaurant, London – lunch for 2
‘Tommi Burger Joint’ – Marelybone – burgers for 4
Hafdis Bennett – life drawing
River of Light – CD’s
Noi&Sirius – chocolates

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 22/10 2012

Jólaguðsþjónustur í Hull og London

Jólaguðsþjónustur verða í Hull og London þann 8. og 9. desember næstkomandi. Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson biskup og fyrrverandi sendiráðsprestur predikar og þjónar fyrir altari.  Á eftir verða jólaskemmtanir barnanna.

Messan í Hull verður í dönsku sjómannakirkjunni, 104 Osborne Street, Hull,  laugardaginn 8. desember kl. 16.00. Íslenski kórinn í London fer með Jóni Aðalsteini til Hull og tekur þátt í messunni. Eftir messuna verða veitingar og gengið kringum jólatréð.

Í London verður jólamessan þann 9. desember kl. 15.00 í Sænsku kirkjunni. Á eftir verður jólaball í safnaðarheimilinu. Kirkjan er staðsett  við 6 Harcourt Street, London W1H 4AG (næstu jarðlestarstöðvar eru Edgeware Road og Maryleebone).

 

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 22/10 2012

Nýr kórstjóri og næsta messa

Nýr kórstjóri tekinn við íslenska kórnum því að Matthildur Anna Gísladóttir fékk styrk til framhaldsnáms í Skotlandi. Nýi kórstjórinn er Helgi Rafn Ingvarsson og er hann boðinn velkominn til starfa. Matthildi óskum við til hamingju með styrkinn, biðjum henni velfarnaðar og þökkum fyrir hennar góða starf.

Messað verður í sænsku kirkjunni sunnudaginn 30. september næstkomandi. Á eftir verður aðalfundir Íslendingafélagsins.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 19/9 2012

Næsta messa verður 30. september

Næsta messa verður sunnudaginn 30. september 2012 kl. 15.00 í Sænsku kirkjunni. Barnastarf verður á sama tíma. Kórinn syngur undir stjórn Matthildar Önnu Gísladóttur. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Eftir messu er messukaffi að venju og eru allir hvattir til að koma með eitthvað og leggja á borð með sér. Síðan verður aðalfundur Íslendingafélagsins haldinn í safnaðarheimilinu.

Íslendingar í London eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt í safnaðar- og félagsstörfum.

Kirkjan er við nr. 6 Harcourt Street, London W1H 4AG (næstu jarðlestarstöðvar eru Edgeware Road og Maryleebone).

Sama dag verður fermingarfræðsla og eru þau sem vilja skrá sig beðin að hafa samband við prestinn, ekki seinna en viku fyrr.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 23/8 2012

Myndir frá messu og kórferð á facebook síðu safnaðarins

Á  facebook síðu safnaðarins eru myndir frá messunni 17. júní og kórferð á síðasta ári, auk fleiri mynda úr safnaðarstarfi.

Safnaðarfólk sem er virkt á félagsmiðlum (facebook, twitter) er hvatt til að miðla upplýsingum um síðuna sem víðast svo að við getum sagt sem flestum frá starfinu okkar.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 23/8 2012

Hátíðarguðsþjónusta 17. júní

Þann 17. júní verður hátíðarguðsþjónusta kl. 15.00 í Dönsku kirkjunni við Regent’s Park. Íslenski kórinn í Lundúnum og Drengjakór Reykjavíkur syngja. Kórstjórar eru Matthildur Anna Gísladóttir og Friðrik Kristinsson. Organisti verður Lenka Mátéová. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari, Benedikt Jónsson sendiherra flytur ávarp og Fjallkonan flytur ljóð.

Eftir athöfnina verður hátíð í garðinum við hlið kirkjunnar í umsjón Íslendingafélagsins.

Danska kirkjan er við 5 Saint Katharine’s Precinct, London NW1 4HH, næsta lestarstöð Mornington Present.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 5/6 2012

Fermingarfræðsla verður næsta vetur þær helgar sem messað er. Sr. Sigurður Arnarson messar í september 2013 og verður því með fyrsta fermingarfræðslutímann. Vinsamlegast skráið ykkur hjá sr. Sigurði eða sr. Steinunni (sjá netföng hér fyrir neðan).


Safnaðarnefnd stýrir Íslenska söfnuðinum í London. Formaður hennar er Inga Lísa Middleton.

Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Sigurður Arnarson hafa umsjón með þjónustu við söfnuðinn. Þau eru bæði prestar í Kópavogi. Þau eru til viðtals í London þær helgar sem messað er og er hægt að hafa samband við þau símleiðis eða bréfleiðis. Steinunn er prestur í Hjallakirkju, sími 6622677, netfang steinunn.bjornsdottir(hja)kirkjan.is og Sigurður í Kópavogskirkju, sími 8939682, netfang sigurdur.arnarson(hja)kirkjan.is.
Regluleg dagskrá:

Stefnt er að því að halda messu fjórum sinnum á ári í London. Einnig er reynt að messa tvisvar á ári á Humber svæðinu. Sunnudagaskóli er í hverri guðsþjónustu. Sjá nánar dagskrána hér á vefnum.

Facebook síða safnaðarins


Tenglar:

· Sendiráðið í London
· Þjóðkirkjan
· Íslendingafélagið í London
· Hið íslenska Biblíufélag
· Sálmabókin
· Kirkjunefnd íslendingafélagsins í Luxemburg
· Skálholtsskóli
· Tryggingastofnun
· Skálholtsútgáfan
· Lutheran Counil of Great Britain
· Kóramót
· Ný dögun

 

Íslenski söfnuðurinn í London,b/t sr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, Embassy of Iceland London, 2A Hans Street, London SW1X 0JE. Sími tel. 44 (0) 20 7259 3999. · Kerfi RSS