Íslenski söfnuðurinn í London

 

Vel heppnað fermingarstarf

Fermingarstarfið hefur gengið vel og 15 unglingar víða frá Bretlandi fóru á fermingarnámskeið ásamt presti og Eyrún Hafsteinsdóttur til Íslands á fermingarnámskeið í Skálholti frá 23-24. október síðastliðinn.

Sigurður Arnarson, 8/11 2004

Innsetning prests

Sunnudaginn 20. júní síðastliðinn var sr. Sigurður Arnarson settur inn í embætti prests Íslendinga í Bretlandi af biskupi Íslands dr. Karli Sigurbjörnssyni. Innsetning var hluti af þjóðhátíðardagskrá Íslendingafélagsins í London og var mikið fjölmenni þrátt fyrir dæmigert íslenskt þjóðhátíðarveður, rigningu.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 1/7 2004

Næstu guðsþjónustur

Guðsþjónustur á næstunni.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 24/1 2004

Fermingarfræðsla verður næsta vetur þær helgar sem messað er. Sr. Sigurður Arnarson messar í september 2013 og verður því með fyrsta fermingarfræðslutímann. Vinsamlegast skráið ykkur hjá sr. Sigurði eða sr. Steinunni (sjá netföng hér fyrir neðan).


Safnaðarnefnd stýrir Íslenska söfnuðinum í London. Formaður hennar er Inga Lísa Middleton.

Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Sigurður Arnarson hafa umsjón með þjónustu við söfnuðinn. Þau eru bæði prestar í Kópavogi. Þau eru til viðtals í London þær helgar sem messað er og er hægt að hafa samband við þau símleiðis eða bréfleiðis. Steinunn er prestur í Hjallakirkju, sími 6622677, netfang steinunn.bjornsdottir(hja)kirkjan.is og Sigurður í Kópavogskirkju, sími 8939682, netfang sigurdur.arnarson(hja)kirkjan.is.
Regluleg dagskrá:

Stefnt er að því að halda messu fjórum sinnum á ári í London. Einnig er reynt að messa tvisvar á ári á Humber svæðinu. Sunnudagaskóli er í hverri guðsþjónustu. Sjá nánar dagskrána hér á vefnum.

Facebook síða safnaðarins


Tenglar:

· Sendiráðið í London
· Þjóðkirkjan
· Íslendingafélagið í London
· Hið íslenska Biblíufélag
· Sálmabókin
· Kirkjunefnd íslendingafélagsins í Luxemburg
· Skálholtsskóli
· Tryggingastofnun
· Skálholtsútgáfan
· Lutheran Counil of Great Britain
· Kóramót
· Ný dögun

 

Íslenski söfnuðurinn í London,b/t sr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, Embassy of Iceland London, 2A Hans Street, London SW1X 0JE. Sími tel. 44 (0) 20 7259 3999. · Kerfi RSS