Íslenski söfnuðurinn í London

 

Grafarvogssöfnuður verður vinasöfnuður St.Pauls kirkjunnar í Covent Garden

Sunnudaginn 5. desember síðastliðinn gerðust Grafarvogssöfnuður og St. Pauls söfnuðurinn í Covent Garden í London vinasöfnuðir, samkvæmt Porvoo samkomulaginu. Er þetta fyrsti íslenski söfnuðurinn og fyrsti enski söfnuðurinn sem gera með sér þetta samkomulag.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 10/12 2004

Porvoo samkomulagið 10 ára

Enska kirkjan bauð í gær prestum aðildakirkna Porvoo samkomulagsins, sem starfa í London og sendiherrum viðkomandi þjóða til fundar í Kirkjuhúsinu í Westminster til að fagna 10 ára árstíð Porvoo.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 16/11 2004

Fermingarferð í Skálholt

Hvað kostaði þetta eiginlega að fara með íslenska unglinga í Bretlandi í fermingarferðalag alla leið til Íslands? spurði íslenskur sóknarprestur, þegar hann sá unglingana samankomna í messu í Skálholtskirkju.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 10/11 2004

Samvera starfsmanna norrænu kirknanna í London

Miðvikudaginn 3.nóvember síðastliðinn hittust um það bil 50 starfsmenn norrænu kirknanna í London í þýsku kirkjunni á Montpelier Place, í Knightsbridge, þar sem íslenski söfnuðurinn hefur reglulegt helgihald sitt.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 10/11 2004

Aðventukransagerð og jólaföndur

Sunnudaginn 21.nóv, kl: 15:00 verður haldið aðventukransagerð fyrir fullorðna fólkið og jólaföndur fyrir börnin.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 10/11 2004

Karlakór Reykjavíkur syngur í London

Karlakór Reykjavíkur mun halda nokkra tónleika í England í byrjun desember. Hægt er að panta miða á tónleikana á vef kórsins.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 8/11 2004

Vefsíða opnuð

Mánudaginn 8. nóvember var opnuð ný vefsíða Íslenska safnaðarins í London.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 8/11 2004

Sunnudagaskóli 15. nóvember

Sunnudaginn 15. nóvember verður sunnudagaskóli í íslenska sendiráðinu fyrir börn á aldrinum 0-4 ára kl. 12:30-13:30 í umsjón sr. Sigurðar og Hafdísar og Henrys. Rebbi refur og Gulla gæs eru með í för í sunndagaskólanum og þarf að venju að fylgjast náið með Rebba og hátterni hans. Mælst er til þess að foreldrar séu með börnum sínum á meðan á stundinni stendur.

Sigurður Arnarson, 8/11 2004

Nýr messustaður til áramóta

Síðastliðin ár hefur verið messað í þýsku kirkjunni í Montpelier í Knightsbridge en þessa mánuðina er verið að endurnýja kirkjuskipið þar, þannig að messurnar verða í Sænsku kirkjunni á 6 Harcort Street þar sem aðventumessurnar hafa verið undanfarin. Svíarnir hafa fallist að hýsa okkur þar til 26. desember næstkomandi, annan jóladag en þá verður messað að nýju í þýsku kirkjunni en söfnuður hennar fagnar nú 100 ára vígsluafmæli hennar.

Sigurður Arnarson, 8/11 2004

Aðventukransagerð.

Íslenski kórinn í London áætlar ef þátttaka er góð að bjóða upp á aðventukransanámskeið sunnudaginn 21. nóvember eftir skóladag hjá Íslenska skólanum og hefst námskeiðið um klukkan 14:45.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 8/11 2004

Fermingarfræðsla verður næsta vetur þær helgar sem messað er. Sr. Sigurður Arnarson messar í september 2013 og verður því með fyrsta fermingarfræðslutímann. Vinsamlegast skráið ykkur hjá sr. Sigurði eða sr. Steinunni (sjá netföng hér fyrir neðan).


Safnaðarnefnd stýrir Íslenska söfnuðinum í London. Formaður hennar er Inga Lísa Middleton.

Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Sigurður Arnarson hafa umsjón með þjónustu við söfnuðinn. Þau eru bæði prestar í Kópavogi. Þau eru til viðtals í London þær helgar sem messað er og er hægt að hafa samband við þau símleiðis eða bréfleiðis. Steinunn er prestur í Hjallakirkju, sími 6622677, netfang steinunn.bjornsdottir(hja)kirkjan.is og Sigurður í Kópavogskirkju, sími 8939682, netfang sigurdur.arnarson(hja)kirkjan.is.
Regluleg dagskrá:

Stefnt er að því að halda messu fjórum sinnum á ári í London. Einnig er reynt að messa tvisvar á ári á Humber svæðinu. Sunnudagaskóli er í hverri guðsþjónustu. Sjá nánar dagskrána hér á vefnum.

Facebook síða safnaðarins


Tenglar:

· Sendiráðið í London
· Þjóðkirkjan
· Íslendingafélagið í London
· Hið íslenska Biblíufélag
· Sálmabókin
· Kirkjunefnd íslendingafélagsins í Luxemburg
· Skálholtsskóli
· Tryggingastofnun
· Skálholtsútgáfan
· Lutheran Counil of Great Britain
· Kóramót
· Ný dögun

 

Íslenski söfnuðurinn í London,b/t sr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, Embassy of Iceland London, 2A Hans Street, London SW1X 0JE. Sími tel. 44 (0) 20 7259 3999. · Kerfi RSS