Íslenski söfnuðurinn í London

 

Ársskýrsla

Ársskýrsla íslenska prestsins í Lundúnum 1. júní 2004 – 31. maí 2005 er hér birt í heild sinni.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 20/6 2005

Bæklingur um Íslenska söfnuðinn í Lundúnum

Gefinn hefur verið út bæklingur til kynningar á safnaðarstarfi Íslensku kirkjunnar í Lundúnum.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 15/6 2005

Þjóðhátíð Íslendinga í Lundúnum 2005

Hátíðardagskrá í tilefni 17. júní Þjóðhátíðardags Íslands var haldin í St. Pauls kirkjunni í Lundúnum, 12. júní síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni. Sendiherra Íslands í Bretlandi, Sverrir Haukur Gunnlaugsson flutti ávarp í tilefni hátíðarhaldanna og sagði meðal annars: “Mannlegt líf er margbreytilegt. Það er gjöf til okkar frá föður allsherjar til lengri eða skemmri dvalar á móður jörðu, okkur fengið til varðveislu og umönnunar.”

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 14/6 2005

Helgihald á Humbersvæðinu

Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni hefur verið í enskunámi í Jórvíkurhéraði síðastliðnar vikur. Hún kom í íslenska guðsþjónustu í St. James kirkjunni í Grimsby, 22. maí síðastliðinn og segir hér hér frá upplifinu sinni af því helgihaldi.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 14/6 2005

Kirkjudagar í Hallgrímskirkju 2005

Þjóðkirkjan stendur fyrir Kirkjudögum, uppskeruhátíð kirkjunnar 24.-25. júní næstkomandi á Skólavörðuholtinu.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 13/6 2005

Þjóðhátíðardagur íslendinga haldin hátíðlegur í Lundúnum

Íslenski söfnuðurinn í London og Íslendingafélagið í London munu halda þjóðahátíðardag íslendinga 17. júní hátíðlega í St. Pauls kirkjunni í Covent Garden 12. júní næstkomandi klukkan 14:00.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 27/5 2005

Stofnun AA deildar fyrir íslendinga á Lundúnarsvæðinu.

Fyrirhuguð er stofnun AA deildar fyrir íslendinga búsetta í London og nágrenni. Fyrsti fundurinn verður haldinn laugardaginn 11. júní, klukkan 10:30-11:30 á bókasafninu í skosku kirkjunni St. Columbas, SW1X.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 24/5 2005

Sumarbúðir fyrir íslensk börn búsett erlendis

Að hvatningu landa sem búsett er með fjölskyldu sína erlendis, munum við bjóða til sumarbúða í Skálholtsbúðum dagana 14. – 18. ágúst 2005. Dagskráin, sem er í mótun, er sérstaklega ætluð íslenskum börnum , 8 – 12 ára, sem búsett eru erlendis.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 25/4 2005

Fermingarfræðsla

Í vetur hafa 13 unglingar verið í fermingarundirbúningi hjá íslenska prestinum í London. Níu þeirra hafa sótt mánaðarlega fermingarfræðslu í sendiráði Íslands í London á þeim dögum sem messað hefur verið. Næsta fermingarfræðsla verður í sendiráðinu n.k sunnudag 17.apríl og hefst hún klukkan 12:00 og er henni lokið eftir messuna sama dag. Hinir fjórir unglingarnir hafa stundað fræðsluna í gegnum netið en viðkomandi eru búsettir í Wales, á Humbersvæðinu í Englandi og svo er einn búsettur í Lúxemborg.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 15/2 2005

Breyting á messustað

Frá og með 2. jóladegi er nú messað aftur hjá Íslenska söfnuðinum í London í Þýsku kirkjunni á Montpelier Place í stað sænsku kirkjunnar, því endurbætum á þýsku kirkjunni er nú lokið.

Lesa áfram …

Sigurður Arnarson, 12/1 2005

Fermingarfræðsla verður næsta vetur þær helgar sem messað er. Sr. Sigurður Arnarson messar í september 2013 og verður því með fyrsta fermingarfræðslutímann. Vinsamlegast skráið ykkur hjá sr. Sigurði eða sr. Steinunni (sjá netföng hér fyrir neðan).


Safnaðarnefnd stýrir Íslenska söfnuðinum í London. Formaður hennar er Inga Lísa Middleton.

Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Sigurður Arnarson hafa umsjón með þjónustu við söfnuðinn. Þau eru bæði prestar í Kópavogi. Þau eru til viðtals í London þær helgar sem messað er og er hægt að hafa samband við þau símleiðis eða bréfleiðis. Steinunn er prestur í Hjallakirkju, sími 6622677, netfang steinunn.bjornsdottir(hja)kirkjan.is og Sigurður í Kópavogskirkju, sími 8939682, netfang sigurdur.arnarson(hja)kirkjan.is.
Regluleg dagskrá:

Stefnt er að því að halda messu fjórum sinnum á ári í London. Einnig er reynt að messa tvisvar á ári á Humber svæðinu. Sunnudagaskóli er í hverri guðsþjónustu. Sjá nánar dagskrána hér á vefnum.

Facebook síða safnaðarins


Tenglar:

· Sendiráðið í London
· Þjóðkirkjan
· Íslendingafélagið í London
· Hið íslenska Biblíufélag
· Sálmabókin
· Kirkjunefnd íslendingafélagsins í Luxemburg
· Skálholtsskóli
· Tryggingastofnun
· Skálholtsútgáfan
· Lutheran Counil of Great Britain
· Kóramót
· Ný dögun

 

Íslenski söfnuðurinn í London,b/t sr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, Embassy of Iceland London, 2A Hans Street, London SW1X 0JE. Sími tel. 44 (0) 20 7259 3999. · Kerfi RSS