Íslenski söfnuðurinn í London

 

PÁSKAMESSA OG PÁSKAEGGJABINGÓ

Páskamessa íslenska safnaðarins í London verður haldin sunnudaginn 11. mars kl. 16:00 í sænsku kirkjunni við 6 Harcourt Street, London W1H 4AG. 

ATH. MESSAN BYRJAR SEINNA EN VANALEGA
Sr. Siguruður Arnarson, mun þjóna fyrir altari og Helgi Rafn Ingvarsson mun stjórna íslenska kórnum í London. Einleikari verður Helen Whitaker og Iestyn Evans mun spila á orgelið. Hið geysivinsæla páskaeggjabingó verður haldið eftir messuna. Einnig verða páskaegg til sölu, en eggin koma frá Nóa Siríus. Allur ágóði af Bingóinu rennur í kórsjóð íslenska kórsins.

Rebekka Magnúsdóttir mun sjá um Sunnudagskólann og Barna-páskaeggjabingóið

Við yrðum mjög þakklát ef fólk gæti komið með eitthvað góðgæti með kaffinu.


 

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 14/2 2018 kl. 9.54

     

    Íslenski söfnuðurinn í London,b/t sr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, Embassy of Iceland London, 2A Hans Street, London SW1X 0JE. Sími tel. 44 (0) 20 7259 3999. · Kerfi RSS