Íslenski söfnuðurinn í London

 

JÓLAMESSA OG JÓLABALL 2017

Jólahelgistund íslenska safnaðarins í London verður haldin sunnudaginn 3. desember kl 14:00 í sænsku kirkjunni við 6 Harcourt Street, London W1H 4AG
Jón Aðalsteinn Baldvinsson, biskup, mun predika og þjóna fyrir altari.

Helgi Rafn Ingvarsson mun stjórna kórnum en orgelleikari verður Erla Rut Káradóttir .

Jólaball íslendingafélagsins verður haldið eftir messuna og mun íslenskir jólasveinar að sjálfsögðu mæta, hressir og kátir.   Við yrðum mjög þakklát ef fólk gæti lagt til eitthvað góðgæti með kaffinu.

Sr. Jón mun vera með fermingafræðslu í Sænsku kirkjunni fyrir messuna.
Nánari upplýsingar um fermingafræðsluna veitir Sr. Sigurður Arnarsson: Sigurdur.Arnarson@kirkjan.is

Jólahelgistund fyrir íslendinga í Manchester 2 Desember.  Nánari upplýsingar koma fljótlega. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, biskup Helgi Rafn, Erla Rut, Jólasveinarnirog kórinn verða þar.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 29/10 2017 kl. 22.06

     

    Íslenski söfnuðurinn í London,b/t sr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, Embassy of Iceland London, 2A Hans Street, London SW1X 0JE. Sími tel. 44 (0) 20 7259 3999. · Kerfi RSS