Íslenski söfnuðurinn í London

 

FERMINGAFRÆÐSLA 2016-2017

Fermingarfræðslan fyrir veturinn 2016-2017 er að hefjast. Sr Sigurður Arnarson mun vera með fyrsta fræðslutímann í Sænsku kirkjunni í London, 6 Harcourt Street, sunnudaginn 16. október n.k. kl. 10:40 (Sr. Sigurður mun hitta hópinn fyrir utan kirkjuna).

Gott væri að fermingarbörnin kæmu með hádegisnesti með sér.  Messa er svo sama dag í Sænsku kirkjunni kl. 14:00, sem þau taka þátt í.

Næsta fermingarfræðsla verður svo 27. nóvember n.k. (nánar auglýst síðar).

Bækurnar sem notaðar eru í fræðslunni heita Con Dios og Kirkjulykillinn og er hægt að nálgast þær hjá Sr. Sigurði í fræðslutímanum 16. október n.k.

Kirkjulykilinn kostar 900 krónur og Don Dios kostar 2500 krónur (sjálfsagt að greiða í pundum).

Fermingarbörn eru hvött til að sækja helgihald eins vel og unnt er og foreldrar þeirra með.

Í helgihaldið skulu þau taka með sér „Kirkjulykilinn“ og fylla út eftir hverja messu eða guðsþjónustu.

Fermingarfræðslugjald er 19.146 kr og hægt er að greiða í pundum í byrjun fræðslunnar (miðað við gengi þess dags).

Ekki hika við að hafa samband við Sr Sigurð ef einhverjar spurningar vakna: Sigurdur.Arnarson@kirkjan.is

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 3/10 2016 kl. 17.02

     

    Íslenski söfnuðurinn í London,b/t sr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, Embassy of Iceland London, 2A Hans Street, London SW1X 0JE. Sími tel. 44 (0) 20 7259 3999. · Kerfi RSS