Íslenski söfnuðurinn í London

 

Haustmessa

Haustmessa íslenska safnaðarins í London verður haldin sunnudaginn 16. október nk. kl. 14.00 í sænsku kirkjunni (6 Harcourt Street, W1H 4AG London). Séra Sigurður Arnarson mun þjóna fyrir altari og íslenski kórinn í London mun syngja undir stjórn Helga Rafns Ingvarssonar. Sunnudagaskóli verður fyrir börnin.

Séra Sigurður mun vera með fermingarfræðslu og biður hann áhugasama um að hafa samband við sig áður: sigurdur.arnarson@kirkjan.is

Eins og venja er verður kaffi eftir messuna og við yrðum þakklát ef fólk gæti komið með eitthvað góðgæti á borðið.

Aðalfundur Íslendingafélagsins verður haldinn eftir messuna. Félagið leitar að nú að nýjum einstaklingum í stjórnina en þetta er frábært tækifæri til þess að kynnast nýju fólki og leggja sitt af mörkum í að gera félagsstarfið sem öflugast.

Við hvetjum því sem flesta til þess að mæta á messuna og fundinn.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 26/9 2016 kl. 19.58

     

    Íslenski söfnuðurinn í London,b/t sr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, Embassy of Iceland London, 2A Hans Street, London SW1X 0JE. Sími tel. 44 (0) 20 7259 3999. · Kerfi RSS