Íslenski söfnuðurinn í London

 

Haustmessa íslenska safnaðarins í London verður haldin sunnudaginn 30. september nk. kl. 15.00 í dönsku kirkjunni, 4 St Katharine’s Precinct, London NW1 4HH.
Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir mun þjóna fyrir altari og íslenski kórinn í London mun syngja undir stjórn Guðnýjar Jónasdóttur.
Sunnudagaskóli verður fyrir börnin. Sr. Steinunn mun vera með fermingarfræðslu og biður hún áhugasama um að hafa samband við Sr.Sigurð Arnarsson áður: sigurdur.arnarson@kirkjan.is Eins og venja er verður kaffi eftir messuna, en veitingar verða seldar á eftir í dönsku kaffistofunni.
Aðalfundur Íslendingafélagsins verður haldinn eftir messuna. Félagið leitar að nú að nýjum einstaklingum í stjórnina en þetta er frábært tækifæri til þess að kynnast nýju fólki og leggja sitt af mörkum í að gera félagsstarfið sem öflugast.  Við hvetjum því sem flesta til þess að mæta á messuna og fundinn.

Haustmessa íslenska safnaðarins í London verðurhaldinsunnudaginn 30. septembernk.kl. 15.00 í dönskukirkjunni, 4 St Katharine’s Precinct, London NW1 4HH.

Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir mun þjóna fyrir altari og íslenski kórinn í London mun syngja undir stjórn Guðnýjar Jónasdóttur. Sunnudagaskóli verður fyrir börnin.

Séra Steinunn mun vera með fermingarfræðslu og biður hún áhugasama um að hafa samband við Sr.Sigurð Arnarsson áður: sigurdur.arnarson@kirkjan.is

Eins og venja er verður kaffi eftir messuna, en veitingar verða seldar á eftir í dönsku kaffistofunni.

Aðalfundur Íslendingafélagsins verður haldinn eftir messuna. Félagið leitar að nú að nýjum einstaklingum í stjórnina en þetta er frábært tækifæri til þess að kynnast nýju fólki og leggja sitt af mörkum í að gera félagsstarfið sem öflugast.

Við hvetjum því sem flesta til þess að mæta á messuna og fundinn.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 24/8 2018

17 júní messa og garðpartý í Chelsea!

Sunnudaginn 17. júní fara 17. júní hátíðarhöldin fram í London,  í St Luke’s Church / St Luke’s Crypt, Sydney Street, Chelsea,London SW3 6NH.

ATH. VIÐ VERÐUM Í NÝRRI KIRKJU Í ÁR Í !

Sr. Sigurður Arnarsson mun sjá um messuna sem byrjar kl. 15:00 og fjallkona Íslands fer með ljóð. Sendiherra í íslands, Stefán Haukur Jóhannesson mun flytja hátíðarávarp og Íslenski kórinn í London undir stjórn Helga Rafns Ingvarssonar mun syngja. Eftir messuna verður skemmtun á vegum Íslendingafélagsins í garði kirkjunnar. Íslenskar pylsur og sælgæti verða á boðstólum. Hoppikastali og fleira verður þar líka til skemmtunar fyrir börnin. / The Icelandic Independence Day church service and celebrations will be held in London on June 17th at 15:00. Rev. Sigurdur Arnarsson will conduct the service and the Icelandic Choir of London will sing. Icelandic treats will be on offer in the church gardens and entertainment for the children.

Styrktaraðili hátíðahaldanna er LOGOS lögmannsþjónusta og eiga þau margfaldar þakkir skilið! / LOGOS Law firm is our sponsor.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 16/5 2018

PÁSKAMESSA OG PÁSKAEGGJABINGÓ

Páskamessa íslenska safnaðarins í London verður haldin sunnudaginn 11. mars kl. 16:00 í sænsku kirkjunni við 6 Harcourt Street, London W1H 4AG. 

ATH. MESSAN BYRJAR SEINNA EN VANALEGA
Sr. Siguruður Arnarson, mun þjóna fyrir altari og Helgi Rafn Ingvarsson mun stjórna íslenska kórnum í London. Einleikari verður Helen Whitaker og Iestyn Evans mun spila á orgelið. Hið geysivinsæla páskaeggjabingó verður haldið eftir messuna. Einnig verða páskaegg til sölu, en eggin koma frá Nóa Siríus. Allur ágóði af Bingóinu rennur í kórsjóð íslenska kórsins.

Rebekka Magnúsdóttir mun sjá um Sunnudagskólann og Barna-páskaeggjabingóið

Við yrðum mjög þakklát ef fólk gæti komið með eitthvað góðgæti með kaffinu.


 

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 14/2 2018

JÓLAMESSA OG JÓLABALL 2017

Jólahelgistund íslenska safnaðarins í London verður haldin sunnudaginn 3. desember kl 14:00 í sænsku kirkjunni við 6 Harcourt Street, London W1H 4AG
Jón Aðalsteinn Baldvinsson, biskup, mun predika og þjóna fyrir altari.

Helgi Rafn Ingvarsson mun stjórna kórnum en orgelleikari verður Erla Rut Káradóttir .

Jólaball íslendingafélagsins verður haldið eftir messuna og mun íslenskir jólasveinar að sjálfsögðu mæta, hressir og kátir.   Við yrðum mjög þakklát ef fólk gæti lagt til eitthvað góðgæti með kaffinu.

Sr. Jón mun vera með fermingafræðslu í Sænsku kirkjunni fyrir messuna.
Nánari upplýsingar um fermingafræðsluna veitir Sr. Sigurður Arnarsson: Sigurdur.Arnarson@kirkjan.is

Jólahelgistund fyrir íslendinga í Manchester 2 Desember.  Nánari upplýsingar koma fljótlega. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, biskup Helgi Rafn, Erla Rut, Jólasveinarnirog kórinn verða þar.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 29/10 2017

HAUSTMESSA og BARNATÓNLEIKAR

Haustmessa íslenska safnaðarins í London verður haldin sunnudaginn 1. október nk. kl. 14:00 í sænsku kirkjunni, 6 Harcourt Street, W1H 4AG London. Séra Sigurður Arnarson mun þjóna fyrir altari og íslenski kórinn í London mun syngja undir stjórn Helga Rafns Ingvarssonar. Sunnudagaskóli verður fyrir börnin.

Séra Sigurður mun vera með fermingarfræðslu og biður hann áhugasama um að hafa samband við sig áður: sigurdur.arnarson@kirkjan.is

Eins og venja er verður kaffi eftir messuna og við yrðum þakklát ef fólk gæti komið með eitthvað góðgæti á borðið.

Eftir Kaffið, eða frá kl 16:00 – 17:00  verða barna tónleikar uppi í kirkjunni: “Lítil saga úr Orgelhúsi”, myndskreytt tónlistarævintýir sem fjallar um orgelpípurnar Sif, Tuma, Bóba, Klörubellu og allar hinar. Frábær saga og skemmtileg kynning á orgelinu.

Flytjendur eru: Guðný Einarsdóttir (Orgel) og Michael Jón Clarke (sögumaður). Sýningin fer fram á Ensku og er aðgangur ókeypis.

Við hvetjum því sem flesta til þess að mæta á messuna og tónleikana.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 29/8 2017

17. JÚNÍ MESSA OG HÁTÍÐARHÖLD 2017

Sunnudaginn 18. júní fara 17. júní hátíðarhöldin fram í London í Dönsku kirkjunni, 4 St Katharine’s Precinct, Regents Park, London NW1 4HH. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir mun sjá um messuna sem byrjar kl. 15:00 og fjallkona Íslands fer með ljóð. Íslenski kórinn í London undir stjórn Helga Rafns Ingvarssonar mun syngja. Eftir messuna verður skemmtun á vegum Íslendingafélagsins í garði kirkjunnar. Íslenskar pylsur og sælgæti verða á boðstólum og fleira verður þar líka til skemmtunar. / The Icelandic Independence Day church service and celebrations will be held in London on June 18th at 15:00. Rev. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir will conduct the service and the Icelandic Choir of London will sing. Icelandic treats will be on offer in the church gardens and entertainment for the children.

Styrktaraðilar hátíðahaldanna eru fyrirtækin Iceland Air og Logos og eigi þau margfaldar þakkir skilið! Sponsors are Iceland Air and Logos.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 22/5 2017

PÁSKAMESSA

Páskamessa íslenska safnaðarins í London verður haldin sunnudaginn 19. mars kl. 14:00 í sænsku kirkjunni við 6 Harcourt Street, London W1H 4AG.
Sr. Siguruður Arnarson, mun þjóna fyrir altari og Helgi Rafn Ingvarsson mun stjórna íslenska kórnum í London.

Hið geysivinsæla páskaeggjabingó íslendingafélagsins verður haldið eftir messuna.

Við yrðum mjög þakklát ef fólk gæti komið með eitthvað góðgæti með kaffinu.

Sr. Sigurður mun sjáum fermingafræðsluna. Nánari upplýsingar:  Sigurdur.Arnarson@kirkjan.is

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 25/1 2017

Jólamessa og Jólaball 2016

Jólahelgistund íslenska safnaðarins í London verður haldin sunnudaginn 4. desember kl 14:00 í sænsku kirkjunni við 6 Harcourt Street, London W1H 4AG
Jón Aðalsteinn Baldvinsson, biskup, mun predika og þjóna fyrir altari.

Helgi Rafn Ingvarsson mun stjórna kórnum en orgelleikari verður Elísabet Þórðardóttir .

Jólaball íslendingafélagsins verður haldið eftir messuna og mun íslenskir jólasveinar að sjálfsögðu mæta, hressir og kátir.   Við yrðum mjög þakklát ef fólk gæti lagt til eitthvað góðgæti með kaffinu.

Sr. Jón mun vera með fermingafræðslu í Sænsku kirkjunni fyrir messuna.
Nánari upplýsingar um fermingafræðsluna veitir Sr. Sigurður Arnarsson: Sigurdur.Arnarson@kirkjan.is

Jólahelgistund fyrir íslendinga á Humberside svæðinu verður haldin í dönsku kirkjunni í Hull, laugardaginn 4. desember kl 16:00.  Jón Aðalsteinn Baldvinsson, biskup   Helgi Rafn, Elísabet og kórinn verða þar.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 3/11 2016

FERMINGAFRÆÐSLA 2016-2017

Fermingarfræðslan fyrir veturinn 2016-2017 er að hefjast. Sr Sigurður Arnarson mun vera með fyrsta fræðslutímann í Sænsku kirkjunni í London, 6 Harcourt Street, sunnudaginn 16. október n.k. kl. 10:40 (Sr. Sigurður mun hitta hópinn fyrir utan kirkjuna).

Gott væri að fermingarbörnin kæmu með hádegisnesti með sér.  Messa er svo sama dag í Sænsku kirkjunni kl. 14:00, sem þau taka þátt í.

Næsta fermingarfræðsla verður svo 27. nóvember n.k. (nánar auglýst síðar).

Bækurnar sem notaðar eru í fræðslunni heita Con Dios og Kirkjulykillinn og er hægt að nálgast þær hjá Sr. Sigurði í fræðslutímanum 16. október n.k.

Kirkjulykilinn kostar 900 krónur og Don Dios kostar 2500 krónur (sjálfsagt að greiða í pundum).

Fermingarbörn eru hvött til að sækja helgihald eins vel og unnt er og foreldrar þeirra með.

Í helgihaldið skulu þau taka með sér „Kirkjulykilinn“ og fylla út eftir hverja messu eða guðsþjónustu.

Fermingarfræðslugjald er 19.146 kr og hægt er að greiða í pundum í byrjun fræðslunnar (miðað við gengi þess dags).

Ekki hika við að hafa samband við Sr Sigurð ef einhverjar spurningar vakna: Sigurdur.Arnarson@kirkjan.is

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 3/10 2016

Haustmessa

Haustmessa íslenska safnaðarins í London verður haldin sunnudaginn 16. október nk. kl. 14.00 í sænsku kirkjunni (6 Harcourt Street, W1H 4AG London). Séra Sigurður Arnarson mun þjóna fyrir altari og íslenski kórinn í London mun syngja undir stjórn Helga Rafns Ingvarssonar. Sunnudagaskóli verður fyrir börnin.

Séra Sigurður mun vera með fermingarfræðslu og biður hann áhugasama um að hafa samband við sig áður: sigurdur.arnarson@kirkjan.is

Eins og venja er verður kaffi eftir messuna og við yrðum þakklát ef fólk gæti komið með eitthvað góðgæti á borðið.

Aðalfundur Íslendingafélagsins verður haldinn eftir messuna. Félagið leitar að nú að nýjum einstaklingum í stjórnina en þetta er frábært tækifæri til þess að kynnast nýju fólki og leggja sitt af mörkum í að gera félagsstarfið sem öflugast.

Við hvetjum því sem flesta til þess að mæta á messuna og fundinn.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 26/9 2016

Fermingarfræðsla verður næsta vetur þær helgar sem messað er. Sr. Sigurður Arnarson messar í september 2013 og verður því með fyrsta fermingarfræðslutímann. Vinsamlegast skráið ykkur hjá sr. Sigurði eða sr. Steinunni (sjá netföng hér fyrir neðan).


Safnaðarnefnd stýrir Íslenska söfnuðinum í London. Formaður hennar er Inga Lísa Middleton.

Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Sigurður Arnarson hafa umsjón með þjónustu við söfnuðinn. Þau eru bæði prestar í Kópavogi. Þau eru til viðtals í London þær helgar sem messað er og er hægt að hafa samband við þau símleiðis eða bréfleiðis. Steinunn er prestur í Hjallakirkju, sími 6622677, netfang steinunn.bjornsdottir(hja)kirkjan.is og Sigurður í Kópavogskirkju, sími 8939682, netfang sigurdur.arnarson(hja)kirkjan.is.
Regluleg dagskrá:

Stefnt er að því að halda messu fjórum sinnum á ári í London. Einnig er reynt að messa tvisvar á ári á Humber svæðinu. Sunnudagaskóli er í hverri guðsþjónustu. Sjá nánar dagskrána hér á vefnum.

Facebook síða safnaðarins


Tenglar:

· Sendiráðið í London
· Þjóðkirkjan
· Íslendingafélagið í London
· Hið íslenska Biblíufélag
· Sálmabókin
· Kirkjunefnd íslendingafélagsins í Luxemburg
· Skálholtsskóli
· Tryggingastofnun
· Skálholtsútgáfan
· Lutheran Counil of Great Britain
· Kóramót
· Ný dögun

 

Íslenski söfnuðurinn í London,b/t sr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, Embassy of Iceland London, 2A Hans Street, London SW1X 0JE. Sími tel. 44 (0) 20 7259 3999. · Kerfi RSS