Kjalarnessprófastsdæmi

 

Þátttökukirkja

Kynning á verkefninu Þátttökukirkja – sjálfboðin þjónusta í þjóðkirkjunni sem Kjalarnessprófastsdæmi vinnur að. Í þessari áfangaskýrslu er komið inn á hugmyndafræði sjálfboðinnar þjónustu í kirkjustarfinu, sem byggir á opinni kirkju sem býður fólk velkomið um borð og skapar vettvang fyrir hæfileika og gjafir hvers og eins.
Við lærum af því sem systurkirkjan okkar í Þýskalandi, EKD, hefur verið að gera á sviði sjálfboðinnar þjónustu og veltum fyrir okkur hvernig við getum styrkt sjálfboðna þjónustu í söfnuðunum okkar á Íslandi.
Skýrslan er grunnur fyrir samtal innan kirkjunnar um hvernig hægt er að gera hana að samfélagi þar sem fólk tekur þátt, fær að blómstra og leggja sitt af mörkum í þjónustunni við náungann.

Þér er velkomið að leggja orð í belg í þessu samtali. Eyðublað fyrir viðbrögð er að finna hér á síðunni. Þar viljum við gjarnan heyra skoðanir og sjónarhorn jafnt sem frásagnir af reynslu og fyrirkomulagi við sjálfboðna þjónustu í kirkjunni, á landsbyggð og í borg og bæ.

Nánar

Kirkjan sem þátttökusamfélag – skýrsla

Efling launaðra starfsmanna og sjálfboðaliða í kirkjustarfi

Glærur

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfirði, | Kt. 691281-0199. Sími 5667301 · Kerfi RSS