Kjalarnessprófastsdæmi

 

Heimsókn og fundur með góðum gestum frá Reading

Mánudaginn 2. okt. kl. 18:00 stendur Kjalarnessprófastsdæmi fyrir fundi með þeim Revd. Stephen Pullin, sóknarpresti í St. Mary the Virgin og aðstoðarmanni biskupsins í Berkshire, og Chris West, stjórnandaæskulýðssambands kirkjunnar í St. Lawrence,, Reading. Þeir munu fjalla um: “Tradtional church, unconventional ministry.”

Forsaga þessarar heimsóknar er sú að prestar á Austurlandi heimsóttu biskupsdæmið í Reading Englandi fyrir ári síðan í kynnisferð og komust þar í tengsl við forystumenn kirkjunnar. Í samtölum kom fram að kirkjan hafði með höndum merkilegt starf er laut að því  að snúa við nokkuð langri þróun stöðnunar, úrsagna úr kirkjunni og dvínandi meðlimafjölda. Kirkjan í Reading hafði lagst yfir stöðuna, metið hana, komið fram með tillögur er miðuðu að því sporna við þessari þróun, endurheimta horfna meðlimi og hrint þeim tillögum í framkvæmd. Reynslan og árangurinn af því starfi er að sönnu lærdómsrík og ekki síður það sem kirkjan í Reading er að vinna að þessu leyti á vettvangi æskulýðsstarfs.

Fundurinn er öllum opinn, boðið er upp á léttan málsverð og skráning er á kjalarpr(hja)gmail.com.

 

 

stefan.mar.gunnlaugsson, 27/9 2017 kl. 14.37

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfirði, | Kt. 691281-0199. Sími 5667301 · Kerfi RSS