Kjalarnessprófastsdæmi

 

Leiðarþing

Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið nú miðvikudaginn 12. október kl. 17.30. Mun Leiðarþingið fara fram í Strandbergi. Helstu mál á dagskrá eru hugmyndir um samstarf á milli prófastsdæmanna og Biblíufélagsins, tillögur að nýjum þjóðkirkjulögum sem taka á fyrir á kirkjuþingi og ályktun um prestamál í prófastsdæminu. Loks mun dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson halda erindi um mikilvægi leikmannsins í lútherskri hefð.

Grétar Halldór Gunnarsson, 11/10 2016 kl. 15.19

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfirði, | Kt. 691281-0199. Sími 5667301 · Kerfi RSS