Kjalarnessprófastsdæmi

 

Sigurður Grétar sóknarprestur í Sandgerði og Garði

Valnefnd Útskálaprestakalls ákvað á fundi sínum 17. ágúst sl. að velja sr. Sigurð Grétar Sigurðsson til að gegna embætti sóknarprests.

Í valnefndinni sitja fulltrúar Hvalsnessóknar og Útskálasóknar, auk prófasts Kjalarnessprófastsdæmis, sem leiðir starf nefndarinnar. Tíu umsækjendur voru um embættið, sem veitist frá 1. september. Sigurður Grétar hefur verið sóknarprestur á Hvammstanga og í nærsveitum frá 1998 og kemur til starfa á Suðurnesjum fljótlega. Sigurður Grétar er kvæntur Önnu Elísabetu Gestsdóttur leikskólakennara og eiga þau sex börn.

Kjartan Jónsson, 26/8 2009 kl. 15.31

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfirði, | Kt. 691281-0199. Sími 5667301 · Kerfi RSS