Kjalarnessprófastsdæmi

 

Námskeið um stjórnun í kirkjustarfi

Í tengslum við vísitasíu sína í Njarðvíkurprestakalli átti prófastur fund með Hjálmari Árnasyni framkvæmdastjóra Flugakademíu og Heilsuskóla Keilis og Bryndísi Blöndal stjórnunarfræðingi; með prófasti sat Ásbjörn Jónsson fulltrúi í héraðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis fundinn. Niðurstaðan var sú að stefnt skyldi að námskeiði um stjórnun í kirkjustarfi fyrir presta, djákna og sóknarnefndafólk föstudaginn 4. sept. n.k. Námskeiðið verður auglýst strax og dagskrá liggur fyrir.

Kjartan Jónsson, 27/5 2009 kl. 15.42

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfirði, | Kt. 691281-0199. Sími 5667301 · Kerfi RSS