
Síðastliðið vor var gerð könnun meðal foreldra fermingarbarna í söfnuðum Kjalarnessprófastsdæmis og þau spurð um ýmsa þætti er lúta að fermingarfræðslunni, helgihaldi, þátttöku í æskulýðsstarfi og trúarlegu uppeldi. Markmiðið var að leggja mat á árangurinn og hvað er vel gert eða má betur fara.
Lesa áfram …
stefan.mar.gunnlaugsson, 17/10 2018
Börn og unglingar fyrir hönd Æskulýðssambands kirkjunnar í Kjalarnessprófastsdæmi afhentu Hjálparstarfi kirkjunnar debetkort að upphæð 481.244.- kr. við fjölskylduguðsþjónustu í Brautarholtskirkju, sem fram fór 13. maí.
Lesa áfram …
stefan.mar.gunnlaugsson, 14/5 2018
Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður fimmtudaginn 26. apríl í Vídalínskirkju, Garðabæ og hefst með helgistund kl. 17:30. Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum, einnig kirkjuþingsmenn prófastsdæmisins og fulltrúar prófastsdæmisins á leikmannastefnu ber að sækja héraðsfund. Organistum er boðið sérstaklega og annað starfsfólk safnaðanna á rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt.
Lesa áfram …
stefan.mar.gunnlaugsson, 17/4 2018
Fermingin er hátíðisdagur sem er umvafinn gleði og hamingju. Stóri dagurinn sem fermingarbörnin hafa verið að bíða lengi eftir. Fermingarundirbúningi í kirkjunum sem hófst síðasta haust, er að ljúka með æfingum fyrir fermingarmessurnar. Í ár hefur fermingarbörnum í söfnuðum Kjalarnessprófastsdæmis fjölgað umtalsvert. Lesa áfram …
stefan.mar.gunnlaugsson, 26/3 2018
Í tilefni af æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar stóð Æskulýðssamband Kjalarnessprófastsdæmis að söfnun til að byggja steinhús fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Þetta var í annað skiptið sem söfnunin fór fram og safnaðist nú um 500.000.- kr., en fyrir þá upphæð má byggja fjögur steinhús fyrir börn sem búa við sára fátækt og eiga ekkert húsaskjól. Lesa áfram …
stefan.mar.gunnlaugsson, 22/3 2018
Mánudaginn 12. mars fór fram kynningarfundur með þeim sem hlotið hafa tilnefningu til að vera í kjöri til vígslubiskups í Skálholti. Fundurinn var sendur út beint og hér má horfa á upptöku frá fundinum. Lesa áfram …
stefan.mar.gunnlaugsson, 14/3 2018
Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er næsta sunnudag, 4. mars, en þennan dag er athyglinni sérstaklega beint að börnum og unglingum og þau hvött til virkrar þátttöku í kirkjustarfi og guðsþjónustum dagsins. Að þessu tilefni stendur Æskulýðssamband kirkjunnar í Kjalarnessprófastsdæmi fyrir söfnun til styrktar byggingu steinhúsa fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Níu kirkjur taka þátt og fer söfnunin fram með fjölbreyttum hætti og er eftirfarandi.
stefan.mar.gunnlaugsson, 28/2 2018
Kjalarnessprófastsdæmi stendur fyrir kynningarfundi með þeim sem hafa hlotið tilnefningu til að vera í kjöri til vígslubiskups í Skálholti verður mánudaginn 12. mars, kl. 17:30-19:00 í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Þeir sem hlutu tilnefningu eru: sr. Axel Árnason Njarðvík, sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Kristján Björnsson.
Lesa áfram …
stefan.mar.gunnlaugsson, 23/2 2018
Um 45 skólastjórnendur úr grunnskólum í Hafnarfirði og Garðabæ sóttu sameiginlegan fund þjóðkirkusafnaðanna á svæðinu sem haldin var í Vídalínskirkju 14. febrúar um sorg, áföll og sorgarviðbrögð í skólastarfinu.
Lesa áfram …
stefan.mar.gunnlaugsson, 21/2 2018
Það mikið fjör og gaman á fermingarbarnahátíð kirknanna á Suðurnesjum.sem fram fór Keflavíkur- og Ytri-Njarðvíkurkirkju síðastliðinn sunnudag. Um 200 börn frá Grindavík, Garði, Reykjanesbæ og Sandgerði sóttu hátíðina ásamt prestum sínum og fermingarfræðurum.
Lesa áfram …
stefan.mar.gunnlaugsson, 20/2 2018