Ísafjarðarkirkja

 

Kvöldmessa í Ísafjarðarkirkju

Sunnudagskvöldið 17. mars kl. 20:00 verður poppmessa í Ísafjarðarkirkju. Ungt fólk syngur einsöng og einnig verða fluttir nýjir sálmar. Það verður helgileikur. Allir velkomnir.

Magnús Erlingsson, 16/3 2019

Messa í Ísafjarðarkirkju

Sunnudaginn 3. mars kl. 11:00 var messa í Ísafjarðarkirkju.  Þorsteinn Þráinsson predikaði.  Félagar úr Oddfellow lásu ritningarlestra.
Kór Ísafjarðarkirkju söng.   Organisti var Tuuli Rähni og prestur sr. Magnús Erlingsson.  Boðið var upp á kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu eftir messuna, sem var vel sótt.

Magnús Erlingsson, 13/3 2019

Guðsþjónusta í Ísafjarðarkirkju klukkan ellefu

Sunnudaginn 3. febrúar, sem er bænadagur að vetri, verður guðsþjónusta í Ísafjarðarkirkju kl. 11:00.  Kór Ísafjarðarkirkju syngur.  Organisti er Tuuli Rähni og prestur sr. Magnús Erlingsson.  Allir velkomnir.

Magnús Erlingsson, 1/2 2019

Kirkjuskólinn á Ísafirði

Fyrsta samvera kirkjuskólans á Ísafirði er miðvikudaginn 23. janúar klukkan fimm.  Börnin safna límmiðum í bókina sína.  Við segjum Biblíusögur og syngjum barnasöngva og -sálma.  Það er litað og föndrað.  Öll börn velkomin og foreldrar hvattir til að koma með yngstu börnunum.

Magnús Erlingsson, 23/1 2019

Guðsþjónusta á Hlíf

Sunnudaginn 20. janúar kl. 14:00 var guðsþjónusta í salnum á Hlíf, Torfnesi.  Kór Ísafjarðarkirkju söng.  Organisti var Tuuli Rähni og prestur sr. Magnús Erlingsson.  Boðið var upp á kaffi og vöfflur eftir messu.  Guðsþjónusta var vel sótt.

Magnús Erlingsson, 10/1 2019

Prófastafundur

Sóknarpresturinn, sr. Magnús Erlingsson sótti fund prófasta í Reykjavík dagana 15. og 16. janúar.  Um var að ræða árlegan samráðsfund, sem biskup boðaaði til að ræða málefni kirkjunnar.

Magnús Erlingsson, 10/1 2019

Nýárskveðja

Starfsfólk Ísafjarðarkirkju óskar sóknarbörnum og nærsveitungum gleðilegs árs og friðar.  Um leið er þakkað fyrir samskiptin á liðnu ári.

Safnaðarstarfið fer af stað á ný um miðjan janúar.

Magnús Erlingsson, 2/1 2019

Aftansöngur á gamlársdag

Á gamlársdag þann 31. desember kl. 17:00 var aftansöngur í Ísafjarðarkirkju.  Kór Ísafjarðarkirkju flutti Hátíðasöngva sr. Bjarna Þorsteinssonar og söng áramótasálma úr sálmabókinni.  Organisti var Tuuli Rähni og prestur sr. Magnús Erlingsson.  Í predikun sinni fjallaði sóknarpresturinn um stöðu kirkjunnar hér í heimi.

Magnús Erlingsson, 28/12 2018

Skírn

Jesús sagði: ,,Allt vald er mér gefið á himni og á jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.”  (Mt.28.18-20.)

Í heilagri skírn er skírnþegi tekinn inn í kirkju Krists. Í hinni evangelisk – lúthersku kirkju, sem Þjóðkirkjan er hluti af, er algengast að barn sé skírt meðan það enn er ómálga. Samkvæmt fyrirmælum Jesú Krists er barn skírt til nafns föður og sonar og heilags anda. Það er helgað Guði með Orði hans og bæn og ausið vatni.  Meginreglan er sú að barn sé skírt í kirkju og að viðstöddum söfnuði eða fulltrúum hans, en gömul hefð er fyrir því á Íslandi að skírn geti farið fram á heimili barnsins. Gömul hefð er einnig fyrir því að barnið sem skírt er sé fært í hvítan skírnarkjól sem er tákn fyrirgefningar syndanna. Kjóllinn er síður, sem táknar það að skírnarbarnið á að vaxa í trú, von og kærleika.

Aðstandendur velja barninu skírnarvotta. Skírnarvottar heita einnig guðfeðgin og eru aldrei þau aldrei færri en tvö, en mest geta þau verið fimm. Foreldrar og guðfeðgin játa trúna fyrir hönd barns síns og skuldbinda sig þar með til að ala barnið upp í kristinni trú.

Skírnin tengir kristnar kirkjur innbyrðis. Þrátt fyrir ólíkar áherslur kirkudeildanna í ýmsum efnum hafa þær flestar náð samkomulagi um að viðurkenna skírn hinna sem sameiginlegan grundvöll.  ,,Eða vitið þér ekki, að allir vér, sem skírðir erum til Krists Jesú, erum skírðir til dauða hans? Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni, til þess að lifa nýju lífi, eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins.  (Rm.6.3-4.)

Magnús Erlingsson, 28/12 2018

Messa á jóladag

Á jóladag þann 25. desember kl. 14:00 var jólamessa í Ísafjarðarkirkju.  Kór Ísafjarðarkirkju söng Hátíðasöngva sr. Bjarna Þorsteinssonar.  Organisti var Tuuli Rähni og prestur sr. Magnús Erlingsson. Fjölmenni var í kirkjunni til að taka undir og hlýða á fallegan söng.  Eitt barn, hún Magnea Þorbjörg Magnadóttir var skírð í messunni.

Magnús Erlingsson, 20/12 2018

Ísafjarðarkirkja er evangelísk lútersk kirkja.
Sóknarprestur er sr. Magnús Erlingsson. Sími prestsins er 844-7153. Netfang hans er isafjardarkirkja@simnet.is.
Kirkjuþjónn og kirkjugarðsvörður er Elvar Ingason. Sími 456-3560.

Miðvikudagur

Viðtalstími prests er milli 11 og 12. Skrifstofan er uppi á 2. hæð safnaðarheimilisins, gengið inn frá Sólgötu. Síminn er 456-3171.
Mömmumorgunn er í safnaðarheimilinu kl. 10:30.
Kirkjuskólasamvera kl. 16:30.
Kóræfing er kl. 19:00.

Dagskrá ...