Ísafjarðarkirkja

 

Lokakveðja

Til stendur að leggja þessa heimasíðu niður og verður henni lokað mánudaginn 1. apríl.

Ísafjarðarkirkja mun eftirleiðis nota Fasbókina til að koma upplýsingum á framfæri.  Slóðin þangað er:  https://www.facebook.com/Isafjardarkirkja/

Notendum þessarar síðu er þökkuð samfylgdin.

Magnús Erlingsson, 30/3 2019

Messa og altarisganga næsta sunnudag

Sunnudaginn 31. mars kl. 11:00 verður messa í Ísafjarðarkirkju.  Kór Ísafjarðarkirkju syngur.   Organisti er Tuuli Rähni og prestur sr. Magnús Erlingsson.  Allir velkomnir.

Þetta er fjórði sunnudagur í föstu, stundum nefndur miðfasta.  Guðspjall dagsins er úr 6. kafla Jóhannesar þar sem Jesús segir að hann sé brauð lífsins.

Magnús Erlingsson, 24/3 2019

Kvöldmessa í Ísafjarðarkirkju

Sunnudagskvöldið 17. mars kl. 20:00 var poppmessa í Ísafjarðarkirkju. Ung stúlka söng einsöng og Kór Ísafjarðarkirkju söng nýja sálma. Tvær fermingarstúlkur voru með gjörning í tengslum við predikunina.  Boðið var upp á smurningu og notaði presturinn til þess myrruolíu.

Magnús Erlingsson, 16/3 2019

Messa í Ísafjarðarkirkju

Sunnudaginn 3. mars kl. 11:00 var messa í Ísafjarðarkirkju.  Þorsteinn Þráinsson predikaði.  Félagar úr Oddfellow lásu ritningarlestra.
Kór Ísafjarðarkirkju söng.   Organisti var Tuuli Rähni og prestur sr. Magnús Erlingsson.  Boðið var upp á kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu eftir messuna, sem var vel sótt.

Magnús Erlingsson, 13/3 2019

Guðsþjónusta í Ísafjarðarkirkju klukkan ellefu

Sunnudaginn 3. febrúar, sem er bænadagur að vetri, verður guðsþjónusta í Ísafjarðarkirkju kl. 11:00.  Kór Ísafjarðarkirkju syngur.  Organisti er Tuuli Rähni og prestur sr. Magnús Erlingsson.  Allir velkomnir.

Magnús Erlingsson, 1/2 2019

Kirkjuskólinn á Ísafirði

Fyrsta samvera kirkjuskólans á Ísafirði er miðvikudaginn 23. janúar klukkan fimm.  Börnin safna límmiðum í bókina sína.  Við segjum Biblíusögur og syngjum barnasöngva og -sálma.  Það er litað og föndrað.  Öll börn velkomin og foreldrar hvattir til að koma með yngstu börnunum.

Magnús Erlingsson, 23/1 2019

Guðsþjónusta á Hlíf

Sunnudaginn 20. janúar kl. 14:00 var guðsþjónusta í salnum á Hlíf, Torfnesi.  Kór Ísafjarðarkirkju söng.  Organisti var Tuuli Rähni og prestur sr. Magnús Erlingsson.  Boðið var upp á kaffi og vöfflur eftir messu.  Guðsþjónusta var vel sótt.

Magnús Erlingsson, 10/1 2019

Prófastafundur

Sóknarpresturinn, sr. Magnús Erlingsson sótti fund prófasta í Reykjavík dagana 15. og 16. janúar.  Um var að ræða árlegan samráðsfund, sem biskup boðaaði til að ræða málefni kirkjunnar.

Magnús Erlingsson, 10/1 2019

Nýárskveðja

Starfsfólk Ísafjarðarkirkju óskar sóknarbörnum og nærsveitungum gleðilegs árs og friðar.  Um leið er þakkað fyrir samskiptin á liðnu ári.

Safnaðarstarfið fer af stað á ný um miðjan janúar.

Magnús Erlingsson, 2/1 2019

Aftansöngur á gamlársdag

Á gamlársdag þann 31. desember kl. 17:00 var aftansöngur í Ísafjarðarkirkju.  Kór Ísafjarðarkirkju flutti Hátíðasöngva sr. Bjarna Þorsteinssonar og söng áramótasálma úr sálmabókinni.  Organisti var Tuuli Rähni og prestur sr. Magnús Erlingsson.  Í predikun sinni fjallaði sóknarpresturinn um stöðu kirkjunnar hér í heimi.

Magnús Erlingsson, 28/12 2018

Ísafjarðarkirkja er evangelísk lútersk kirkja.
Sóknarprestur er sr. Magnús Erlingsson. Sími prestsins er 844-7153. Netfang hans er isafjardarkirkja@simnet.is.
Kirkjuþjónn og kirkjugarðsvörður er Elvar Ingason. Sími 456-3560.

Miðvikudagur

Viðtalstími prests er milli 11 og 12. Skrifstofan er uppi á 2. hæð safnaðarheimilisins, gengið inn frá Sólgötu. Síminn er 456-3171.
Mömmumorgunn er í safnaðarheimilinu kl. 10:30.
Kirkjuskólasamvera kl. 16:30.
Kóræfing er kl. 19:00.

Dagskrá ...