Hóladómkirkja

 

Pílagrímagöngur heim að Hólum

Nú ættu gönguhrólfar og önnur sem hafa áhuga á útivist og hreyfingu að leggja við eyrun. Þann 13. ágúst n.k. verða gengnar tvennar pílagrímagöngur heim að Hólum.

Pílagrímagöngur er ekki nýjar af nálinni á Íslandi. Fyrr á öldum lagði fólk ótrúlegar veglengdir að baki í slíkum göngum. Þau allra hörðustu eins og Guðríður Þorbjarnardóttir sem bjó í Glaumbæ fyrir um 10.öldum, gekk alla leið suður til Rómar. Flest létu sér nægja að ganga styttri vegalengdir og sækja helga staði innanlands heim. Máltækið ,,að fara heim að Hólum” varð til á dögum Jóns helga Ögmundarsonar fyrsta Hólabiskups en hann hvatti fólk til að vitja Hóladómkirkju reglulega. Enn er endurnærandi fyrir líkama og sál að koma heim að Hólum. Því hefur verið ákveðið að efna til pílagrímaganga til Hóla, í tengslum við Hólahátíð sem fer fram dagana 12.-14. ágúst.

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 4/7 2005

Guðsþjónusta og tónleikar KK og Ellenar

Nú er sumarið komið í allri sinni dýrð og sífellt fleiri leggja leið sína heim að Hólum. Síðast liðinn sunnudag tóku um 70 manns þátt í dagskrá kaþólska dagsins. Að þessu sinni var hann tileinkaður Guðmundi góða, þeim víðfræga og umdeilda manni. Þetta er þriðja árið sem kaþólski dagurinn er haldinn og hefur hann þegar skipað sér fastan sess, síðustu helgina í júní. Um næstu helgi er enn von á góðum gestum heim að Hólastað. Fyrst ber að telja séra Gísla Gunnarsson sóknarprest í Glaumbæ, ásamt kór Glaumbæjarprestakalls. Strax eftir helgina koma söngvasystkinin Ellen og KK.

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 30/6 2005

Kaþólski dagurinn á Hólum

Þann 26. júní næstkomandi verður haldinn hinn árlegi kaþólski dagur á Hólum. Að þessu sinni verður hann tileinkaður Guðmundi góða Arasyni, Hólabiskupi 1203-1237.

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 21/6 2005

Nýr vefur Hóladómkirkju

Nú hefur verið settur upp nýr vefur fyrir Hóladómkirkju. Hann er hugsaður sem uppýsingamiðill um kirkjuna og um starfið í stiftinu.

Lesa áfram …

Árni Svanur Daníelsson, 21/6 2005

Prestsvígsla

Síðastliðinn sunnudag, 14. október, var nýr prestur vígður til þjónustu í Þjóðkirkjunni.
Það var Hildur Inga Rúnarsdóttir sem lauk guðfræðinámi fyrr á árinu sem vígðist til afleysinga í Kolfreyjustaðarprestakalli í Fáskrúðsfirði. Sr. Þórey Guðmundsdóttir sitjandi prestur þar sem er á leið í veikindafrí, lýsti vígslu og var einn fjögurra vígsluvotta.

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 30/11 -0001

Sumardagskrá á Hólastað sumarið 2018

Guðsþjónustur kl. 14:00
Sumartónleikar kl.16:00
Aðgangur ókeypis

12. ágúst.
Hólahátíð með afar fjölbreyttri dagskrá í anda afmælis fullveldisins. Nánar auglýst síðar.


Myndarlegt kirkjukaffi
“Undir Byrðunni” milli guðsþjónustu og tónleika.
Verð kr. 1400 – Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Sími kirkjuvarðar 895 9850.

Fimmtudagur

Kvöldbænir kl. 18:00 - 18:15

Dagskrá ...