Hóladómkirkja

 

Hólahátíð 2005

Hólahátíð verður haldin dagana 12. – 14. ágúst.

Heiðursgestur er frú Vigdís Finnbogadóttir

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 20/7 2005

Blásaratríó

Tvennir tónleikar voru haldnir á vegum Hólanefndar og Guðbrandsstofnunar um síðustu helgi. Hinir góðkunnu blásarar Eydís Franzdóttir óbóleikari, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Ármann Helgason klarinettleikari léku bæði í kirkjunni og í Auðunarstofu sem hentar mjög vel til tónleikahalds.

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 19/7 2005

Kirkjan ómaði öll

Kirkjan ómaði af söng s.l. sunnudag. Það var kirkjukór Sauðárkrókskirkju sem leiddi sönginn í guðsþjónustunni. Hún var að þessu sinni í höndum sr. Guðbjargar Jóhannesdóttur. Fjölmenni var og eitt barn úr sveitinni borið til skírnar, sem jók enn á helgi stundarinnar.

Margrét Sigtryggsdóttir, 19/7 2005

Söngferðalag

Nær 40 manns úr Seljasókn voru í fylgdarliði sr. Bolla Péturs er hann messaði í Hóladómkirkju 10. júlí s.l.

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 19/7 2005

Sunnudagurinn 17. júlí

Guðsþjónustan kl 11 er í umsjá sr Guðbjargar Jóhannesdóttur sóknarprests á Sauðárkróki. Með henni í för verða félagar úr kirkjukór Sauðárkrókskirkju sem leiða safnaðarsönginn.

Tónleikarnir þennan dag eru helgaðir léttri klassískri tónlist innlendri sem erlendri. Eydís Franzdóttir, Hallfríður Ólafsdóttir og Ármann Helgason leika saman á óbó, flautu og klarinett. Þeir hefjast kl 14 og er aðgangur ókeypis.

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 11/7 2005

Fleiri góðir gestir á Hólum

Sunnudaginn 10. júlí eigum við von á heimsókn úr Reykjavík. Þá verða á ferð prestur og kór Seljakirkju og munu þau syngja messu auk þess að vera með tónleika í kirkjunni síðdegis.

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 7/7 2005

Ráðherraheimsókn

Menningarmálaráðherra Noregs hafði stutta viðdvöl á Hólastað ásamt fylgdarliði sínu mánudaginn 4. júlí á leið sinni um Norðurland. Valgerd Svarstad Haugland, sem var hér í boði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, óskaði sérstaklega eftir að fá að skoða Auðunarstofu, sem á “ættir sínar að rekja” til Noregs. < ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 6/7 2005

“Fólkið þusti heim að Hólum”

Þessi ljóðlína sr Matthíasar áttu vel við mánudagskvöldið 4. júlí. Færri komust að en vildu þegar systkinin Ellen og Kristján Kristjánsbörn sungu og léku í Hóladómkirkju. < ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 6/7 2005

Heimsókn úr Glaumbæ

Góðir grannar sáu um helgihaldið í Hóladómkirkju sunnudaginn 3. júlí. Sr Gísli Gunnarsson kom ásamt fríðu föruneyti, félögum úr kirkjukórum Glaumbæjar-og Reynisstaðarsókna og Víðimýrarsóknar sem sungu undir stjórn organistans Stefáns Gíslasonar

Margrét Sigtryggsdóttir, 6/7 2005

Nýr starfsmaður

Ungur skagfirskur guðfræðingur, Þorgeir Freyr Sveinsson, hefur verið ráðinn til starfa við Hóladómkirkju.

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 6/7 2005

Sumardagskrá á Hólastað sumarið 2018

Guðsþjónustur kl. 14:00
Sumartónleikar kl.16:00
Aðgangur ókeypis

12. ágúst.
Hólahátíð með afar fjölbreyttri dagskrá í anda afmælis fullveldisins. Nánar auglýst síðar.


Myndarlegt kirkjukaffi
“Undir Byrðunni” milli guðsþjónustu og tónleika.
Verð kr. 1400 – Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Sími kirkjuvarðar 895 9850.

Fimmtudagur

Kvöldbænir kl. 18:00 - 18:15

Dagskrá ...