Hóladómkirkja

 

Líður að lokum sumars og lokun

Síðasta messa og siðustu tónleikar sumarsins voru um liðna helgi og því róleg helgi framundan. Eftir 1. september hættir kirkjuvörður að hafa viðveru í kirkjunni en þeir sem vilja sjá kirkjuna eftir mánðarmótin geta haft samband í síma 862 8293 og mun kirkjuvörður reyna að koma til móts við óskir gesta um sýningartíma. Föstudaginn 26. ágúst verður kirkjan lokuð milli 15-16 vegna brautskráningar Hólaskóla, háskólans á Hólum.

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 24/8 2005

Góð aðsókn í kvöldbænir

Yfir sumartímann eru kvöldbænir lesnar kl.18, alla rúmhelga daga í Hóladómkirkju. Þetta er annað sumarið sem þessi háttur er hafður á. Fylgt er einföldu lesformi sem allir geta tekið þátt í, lesinn ritningarlestur dagsins og sunginn kvöldsálmur, svo fremri sem fólk treystir sér til. Þátttaka í bænagjörðinni hefur verið með ágætum en þegar þetta er skrifað hafa á fimmta hundrað manns komið til kvöldbæna. Virðast ferðamenn, innlendir og erlendir, sem og heimamenn kunna vel að meta að setjast niður í lok dags og eiga samfélag í kirkjunni. Eftir 1. september verða kvöldbænir tvisvar í viku, miðvikudaga og þá sunnudaga sem ekki er guðsþjónusta í kirkjunni.

Einnig er ánægjulegt að greina frá mjög góðri messusókn í sumar. Sunnudaginn 21.ágúst verður síðasta messa þessa sumars og einnig síðustu tónleikar í tónleikaröð sumarsins.

sigridur.gunnarsdottir, 18/8 2005

Síðasta messa og tónleikar sumarsins um næstu helgi

Sunnudaginn 21.ágúst fáum við síðustu gesti sumarsins til guðsþjónustu við Hóladómkirkju. Sr. Magnús Magnússon sóknarprestur á Skagaströnd messar ásamt kór Skagastrandarkirkju. Organisti verður Anna María Guðmundsdóttir. Messað er kl.11 að venju.

Kammerkór Skagafjarðar syngur kl.14 undir stjórn skagfirðingsins Sveins Arnars Sæmundssonar. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

sigridur.gunnarsdottir, 17/8 2005

Hólahátíð tókst vel

Nýliðin Hólahátíð tókst ljómandi vel, þó að veðrið hafi sett nokkurn strik í reikninginn. Alls tóku á fjórða hundrað manns í fjölbreyttri dagskrá.

Vigdís og vígslubiskupVigdís og vígslubiskup á Hólum

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 17/8 2005

Pílagrímagöngur n.k. laugardag

Hólahátíð er um næstu helgi. Laugardaginn 13. ágúst verða í tengslum við Hólahátíð, í fyrsta skipti gengnar pílagrímagöngur heim til Hóla úr tveimur áttum.

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 8/8 2005

Hólahátíð um næstu helgi

Dagskrá Hólahátíðar 12.-14.ágúst 2005

Föstudagur 12.

Kl. 20 Málþing um náttúrusiðfræði í Auðunarstofu.

Frummælendur verða dr. Einar Sigurbjörnsson, dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, dr. Jón Á. Kalmannsson og Þorvarður Árnason Ms. Umræðum stjórnar dr. Skúli Skúlason.

Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir.

Laugardagur 13.

Lagt af stað í pílagrímagöngur

(sjá nánar frétt um pílagrímagöngur)

Kl. 9 Morgunsöngur í Dómkirkjunni

Kl. 12.30 Fetað í fótspor Guðmundar góða.

Gengið í Gvendarskál þar sem sungin verður pílagrímamessa við altari Guðmundar góða. (Ferðin tekur í heild 3-4 klst.)

Kl. 16.30 Tónleikar í Dómkirkjunni.

Trio in ein Fjord frá Noregi leikur norsk þjóðlög og dansa. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Kl. 18 Aftansöngur (vesper) í Dómkirkjunni.

Voces Thules syngja úr Þorlákstíðum. Tekið á móti göngulúnum pílagrímum.

Kl. 20 Grillveisla í Lautinni.

(Ef veður leyfir sem það eflaust gerir!)

Sunnudagur 14.

Kl. 9 Morgunsöngur í Dómkirkjunni.

Kl. 14 Hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni.

Sr. Pétur Þórarinsson prófastur í Laufási prédikar. Vígslubiskup þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Kammerkór Akraness syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.

Kl. 16.30 Hátíðarsamkoma í Dómkirkjunni.

Frú Vigdís Finnbogadóttir flytur hátíðarræðu. Skáld Hólahátíðar, Ísak Harðarson les úr eigin verkum og Kammerkór Akraness syngur. Vígður verður nýr prósessíukross sem Leifur Breiðfjörð hannaði fyrir Hóladómkirkju.

sigridur.gunnarsdottir, 8/8 2005

Meiri fiðluleikur

Hjörleifur Valsson lék fyrir okkur á fiðlu sína af mikilli snilld á sunnudaginn var. Ekki spillti meðleikur Guðmundar Sigurðssonar, sem lék frábærlega á orgelið. Slógu þeir á létta strengi í lokin eftir mikið lófatak, og léku eigin tilbrigði við uppáhaldslag Hólamanna! Ríðum heim til Hóla.

Um næstu helgi ætlar Laufey Sigurðsrdóttir að spila fyrir okkur á fiðlu og Páll Eyjólfsson á gítar. Þetta er fimmta sumarið sem Laufey og Páll halda tónleika í Hóladómkirkju. Á efnisskrá þeirra á sunnudaginn eru m.a. verk eftir Pergolesi, Bach, Paganini, V-Lobos. Debussy ofl. Þau “hita upp” með stuttu prógrammi á föstudagskvöld kl 21 í Auðunarstofu. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Margrét Sigtryggsdóttir, 3/8 2005

Heimsóknir presta úr stiftinu

Heimsóknir presta úr stiftinu hafa gengið vel það sem af er sumri.

Undanfarin á hefur skapast sú hefð að prestar úr Hólastifti komi til skiptis heim til Hóla yfir sumatímann til að sjá um helgihald. Mælst er til þess að þeir sjái um söngmálin einnig og hafa flestir þeirra komið með sönghóp og organista með sér, sumir með heilu kórana. Þetta er mikil lyftistöng fyrir söfnuði Hóla- og Viðvíkursókna, og ánægja fyrir þá ferðamenn sem sækja staðinn heim.

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 3/8 2005

Verslunarmannahelgin á Hólum

Sunnudaginn 31. júlí kemur sóknarpresturinn á Ólafsfirði Sigríður Munda Jónsdóttir í heimsókn og syngur messu fyrir heimamenn og gesti. Félagar úr kór Ólafsfjarðarkirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn organistans Ave Tonisson. Guðsþjónustan er kl 11.

Seinnipartinn fáum við að njóta fiðlusnillingsins Hjörleifs Valssonar og hins snjalla organista Guðmundar Sigurðssonar á tónleikunum í kirkjunni. Þeir eru að vanda kl 14 og aðgangur ókeypis. Allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Margrét Sigtryggsdóttir, 28/7 2005

Tónleikar Guðrúnar og Valgeirs

S.l. sunnudag héldu heiðurshjónin Guðrún Gunnarsdóttir söngkona og Valgeir Skagfjörð píanóleikari og lagasmiður tónleika í Hóladómkirkju. Um hundrað manns komu og hlýddu á.

http://www.kirkjan.is/holar/myndir/gudrung3.JPG

Guðrún Gunnarsdóttir

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 25/7 2005

Sumardagskrá á Hólastað sumarið 2018

Guðsþjónustur kl. 14:00
Sumartónleikar kl.16:00
Aðgangur ókeypis

12. ágúst.
Hólahátíð með afar fjölbreyttri dagskrá í anda afmælis fullveldisins. Nánar auglýst síðar.


Myndarlegt kirkjukaffi
“Undir Byrðunni” milli guðsþjónustu og tónleika.
Verð kr. 1400 – Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Sími kirkjuvarðar 895 9850.

Fimmtudagur

Kvöldbænir kl. 18:00 - 18:15

Dagskrá ...