Háteigskirkja

 

Vinir Háteigskirkju

Viltu vera vinur Háteigskirkju?

Það er mjög fjölbreytt starf sem fer fram innan veggja Háteigskirkju. Mig langar til að bjóða þér að taka þátt í starfi kirkjunnar og gerast vinur Háteigskirkju. Í því felst að taka þátt í ýmiskonar verkefnum. Aðstoð við messuhald, elda súpu eftir messu á sunnudögum, þátttaka og aðstoð við almennt safnaðarstarf, ýmis viðhaldsverkefni stór og smá, annast lóðina umhverfis kirkjuna ásamt fjölmörgum fleiri verkefnum – allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Sennilega er listinn ótæmandi. Verkefnin eru einnig ekki aðeins verklegs eðlis heldur skiptir máli að við sameinumst um að biðja til Guðs fyrir kirkjunni okkar og hugsum hlýtt til hennar. Þar geta allir lagt hönd á plóg. Það er gott og gefandi að taka þátt í starfi kirkjunnar. Endilega sendu okkur tölupóst á netfangið hateigskirkja[hjá]hateigskirkja.is eða hringdu í síma 511 5400.

Ég hvet þig til að vera með okkur og hlakka til að heyra frá þér. Það geta allir verið með!

Sigríður Guðmundsdóttir,
formaður sóknarnefndar.

     

    Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS