Háteigskirkja

 

Helgihald í Háteigskirkju

Messað er alla sunnudaga kl. 11

Í messunni kemur söfnuðurinn saman til þess að eiga helga stund frammi fyrir Guði. Í Háteigskirkju hefur um langt árabil verið lögð á það áhersla að messa alla sunnudaga. Þegar talað er um messu, þá er þar með verið að gefa söfnuðinum til kynna að altarisganga er hluti af athöfninni.

Sunnudagaskóli er alla sunnudaga (sept-maí)

Stundirnar hefjast í hefðbundinni messu fyrstu 10-15 mínúturnar en börnin færa sig svo yfir í safnaðarheimilið þar sem þau fá dagskrá við sitt hæfi.

Fyrirbænastund á miðvikudögum kl. 18

Fyrirbænastundir eru alla miðvikudaga, allt árið kl. 18 í Háteigskirkju. Stundirnar taka um 30 mínútur.

Allir eru velkomnir á bænastund.
Fátt er betra en að safna sér saman í miðri viku, hreinsa hugann og biðja fyrir ástvinum sínum.
Hægt er að skila inn bænaefnum með því að hringja í síma 511 5400 á opnunartíma kirkjunnar.

     

    Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS