Háteigskirkja

 

Útleiga

 

 

Glæsilegur veislu- og fundarsalur í safnaðarheimili Háteigskirkju.

Salurinn tekur allt að 130 manns í sæti við borð en annars um 180 manns standandi. Salurinn er sérstaklega heppilegur og glæsilegur fyrir ýmiskonar veisluhöld, s.s. brúðkaup, fermingarveislur, afmæli og erfidrykkjur sem og fyrir ýmiskonar fundi og námskeið.  Í salnum er myndvarpi og sýningartjald ásamt hljóðkerfi sem hentar fyrir talað mál og afspilun á tónlist. Þráðlaust netsamband er til staðar og einnig er þar píanó. 

Komdu og skoðaðu!

Við viljum hvetja þá sem eru að hugsa um að halda veislu eða aðra samkomu að koma og skoða salinn á opnunartíma kirkjunnar milli kl. 09.00 og 16.00 þriðjudaga – föstudaga. Nánari upplýsingar, bókanir og verð fást hjá kirkjuvörðum í síma 511 5400 / 511 5410 eða senda póst á hateigskirkja@hateigskirkja.is

     

    Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS