Háteigskirkja

 

Miðvikudagurinn 21.nóvember 2018

Takk fyrir góða samveru á foreldramorgni í morgun. Næstkomandi miðvikudag fáum við góðan gest, sem ég kynntist einmitt þegar hún kom til okkar á foreldramorgna sjálf. Eyrún Eggertsdóttir hefur hannað þessa flottu dúkku, sem heitir Lúlla doll, og stuðlar að bættum svefni og vellíðan hjá undbörnum. Hlakka til að sjá ykkur eftir viku.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 14/11 2018

Gæðastund 13.nóvember.

Velkomin öll á Gæðastund á þriðjudag nk., 13.nóvember. Gestur okkar að þessu sinni er Karítas Kristjánsdóttir, og mun hún fjalla um Valgerði Jónsdóttur, biskupsfrú í Skálholti. Kaffi og veitingar verða á sínum stað, Ljóð dagsing og fjöldasöngur einnig. 

Rannveig Eva Karlsdóttir, 11/11 2018

Sunnudagur 11. nóvember – Kristniboðsdagurinn.

Messa kl. 11.  Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Barnastarf í umsjá Þorgerðar Ásu Aðalsteinsdóttur.  Valskórinn syngur undir stjórn Báru Grímsdóttur.  Jón Guðmundsson leikur á þverflautu.  Samskot dagsins renna til Sambands íslenskra kristniboðsfélaga.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 10/11 2018

Sunnudaginn 11.nóvember. Tónleikar kl. 16.

Sunnudaginn 11. nóvember verða tónleikar í Háteigskirkju á vegum Vinafélags Söngskóla Sigurðar Demetz.
Fram koma söngvarar sem ýmist hafa verið nemendur skólans eða kenna við hann, þau Auður Gunnarsdóttir, Ásta Marý Stefánsdóttir, Guðmundur Karl Eiríksson, Gunnar Björn Jónsson, Hildigunnur Einarsdóttir og Kristinn Sigmundsson. Kynnir er Jóhann Sigurðarson leikari, en hann er gamall nemandi Demma, einsog Sigurður Demetz var gjarnan kallaður.
Meðleikari verður Aladár Ráczs.Vinafélagið býður öllum félögum sínum ókeypis á tónleikana en einnig verður hægt að ganga í félagið á staðnum ellegar kaupa sér miða sem verða seldir við innganginn.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 6/11 2018

Miðvikudagsmorgnar eru Foreldramorgnar.

Hlakka til að sjá ykkur í fyrramálið, í hlýlega setrinu okkar á fyrstu hæð, safnaðarheimilis megin. Kaffi og meðlæti, og spjall um daginn og veginn, allt sem liggur okkur á hjarta. Velkomin kl. 10-12.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 6/11 2018

Þriðjudagur 6.nóvember 2018

Gestur okkar að þessu sinni verður Pétur Blöndal og mun hann fjalla um bók sína Limrur. Kaffiveitingar og almenn huggulegheit í setrinu okkar á 1. hæð. Kl. 13.30-15.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 5/11 2018

Gæðastund 30.október 2018.

Verið velkomin öll á Gæðastundina okkar. Gestur okkar að þessu sinni verður enginn annar en okkar heimamaður, Sr Eiríkur Jóhannsson, en hann ætlar að gefa okkur innsýn í lífshlaup Kristjáns fjallaskálds. Kaffi og meðlæti verða á sínum stað.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 29/10 2018

Foreldramorgunn 31. október 2018 kl 10-12.

Góðan dag kæru foreldrar. Nk miðvikudag kemur Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir til okkar, hún er hjúkrunarfræðingur og hefur gefið út bók sem heitir Samskiptaboðorðin. Hún mun fjalla um þá góðu bók við okkur. Morgunkaffi og með því að vanda. Sjáumst í hlýlegu setrinu.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 29/10 2018

Sunnudagur 28. október – 22. sunnudagur eftir þrenningsrhátíð.

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.  Ungir hljóðfæraleikarar koma fram undir stjórn Helgu Steinunnar Torfadóttur, fiðluleikara.  Fermingarbörn lesa ritningarlestra.  Mikill almennur söngur.  Organisti er Guðný Einarsdóttir.  Prestur er séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 27/10 2018

Gæðastund morgundagsins.

Velkomin til okkar í safnaðarheimili Háteigskirkju á morgun, 23. október. Guðrún Bjarnadóttir verður gestur okkar að þessu sinni, en hún hefur nýverið gefið út bókina Grasnytjar á Íslandi – Þjóðtrú og Saga. Við hlökkum mikið til að heyra meira um hana. Allir fastir liðir verða á sínum stað, eins og venjulega.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 22/10 2018

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS