Háteigskirkja

 

Tónleikar Kordíu og ReykjavíkBarokk miðvikudaginn 13. febrúar kl. 20

gudny.einarsdottir, 9/2 2019

10. febrúar 2019 – Fimmti sunnudagur eftir þrettánda.

Messa kl. 11. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kordía, kór Háteigskirkju, syngja. Organisti er Una Haraldsdóttir. Samskot dagsins renna til Ljóssins, endurhæfingar fyrir krabbameinssjúka.

 

Rannveig Eva Karlsdóttir, 8/2 2019

5.febrúar 2019 – Gæðastund.

Hjartanlega velkomin á Gæðastund morgundagsins 5.febrúar 2019, en Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir verður sérstakur gestur okkar, á vísitasíu sinni í Háteigssókn. Kór Ísaksskóla syngur. Guðný Einarsdóttir spilar og hátíðarkaffi verður á sínum stað.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 4/2 2019

3. febrúar Fjórði sunnudagur eftir þrettánda – Bænadagur að vetri.

Messa kl. 11.  Biskup Íslands, Frú Agnes M. Sigurðardóttir vísiterar Háteigssöfnuð.  Biskup prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Eiríki Jóhannssyni, sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, prófasti, sr. Þorvaldi Víðissyni, biskupsritara, sr. Evu BjörkValdimarsdóttur, héraðspresti og sr. Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur, héraðspresti.  Fulltrúar úr sóknarnefnd lesa ritningarlestra.  Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet og Jón Guðmundsson á þverflautu.  Kordía, kór Háteigskirkju syngur.  Organisti er Guðný Einarsdóttir.  Samskot dagsins renna til Ljóssins, endurhæfingar fyrir krabbameinssjúka.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 30/1 2019

Gæðastund 29.janúar, næstkomandi þriðjudag.

Ester Rut Unnsteinsdóttir forfallast því miður, en í hennar stað kemur Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur, til okkar og fjallar um Loftslagsbreytingar. Við byrjum á Sr. Eiríki Jóhannssyni og svo tekur Guðný Einarsdóttir við og stjórnar fjöldasöngnum, fáum okkur kaffi og tökum svo á móti Halldóri, en sjaldan hefur hans starfsgrein og menntun verið jafnmikilvæg og einmitt nú.  Verið hjartanlega velkomin öll.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 25/1 2019

Sunnudagur 27. janúar – Þriðji sunnudagur eftir þrettánda.

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjá fræðslusviðs Biskupsstofu. Biblíusögur, brúðuleikrit, bænastöðvar og almennur söngur. Séra Hildur Björk Hörpudóttir, Sindri Geir Óskarsson, séra Sigfús Kristjánsson og Magnea Sverrisdóttir, djákni. Boðið verður upp á pylsur og djús í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 22/1 2019

Gæðastund 22.janúar.

Gestur okkar verður Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup, sem mun segja frá heimsókn sinni til landsins helga sl. haust, í máli og myndum. Kaffi og veitingar, fjöldasöngur og samvera, kl.13.30-15.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 18/1 2019

messa kl.11 sunnudaginn 20. janúar.

Messa kl.11
Kordía kór Háteigskirkju syngur
Organisti Kristján Hrannar Pálsson
Prestur Eiríkur Jóhannsson.

Eiríkur Jóhannsson, 16/1 2019

Foreldramorgunn í fyrramálið,

kl.10-12 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Morgunkaffi og notalegheit. Sjáumst.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 15/1 2019

Krúttasálmar hefjast að nýju eftir jólafrí

Á morgun, miðvikudaginn 16. janúar, hefjast Krúttasálmar aftur eftir jólafrí. Krúttasálmar eru skemmtilegar tónlistarstundir ætlaðar börnum á leikskólaaldri og foreldrum. Starfið verður á vorönninni alla miðvikudaga kl. 16:30.

gudny.einarsdottir, 15/1 2019

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS