Háteigskirkja

 

Foreldramorgunn 31. október 2018 kl 10-12.

Góðan dag kæru foreldrar. Nk miðvikudag kemur Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir til okkar, hún er hjúkrunarfræðingur og hefur gefið út bók sem heitir Samskiptaboðorðin. Hún mun fjalla um þá góðu bók við okkur. Morgunkaffi og með því að vanda. Sjáumst í hlýlegu setrinu.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 29/10 2018

Sunnudagur 28. október – 22. sunnudagur eftir þrenningsrhátíð.

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.  Ungir hljóðfæraleikarar koma fram undir stjórn Helgu Steinunnar Torfadóttur, fiðluleikara.  Fermingarbörn lesa ritningarlestra.  Mikill almennur söngur.  Organisti er Guðný Einarsdóttir.  Prestur er séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 27/10 2018

Gæðastund morgundagsins.

Velkomin til okkar í safnaðarheimili Háteigskirkju á morgun, 23. október. Guðrún Bjarnadóttir verður gestur okkar að þessu sinni, en hún hefur nýverið gefið út bókina Grasnytjar á Íslandi – Þjóðtrú og Saga. Við hlökkum mikið til að heyra meira um hana. Allir fastir liðir verða á sínum stað, eins og venjulega.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 22/10 2018

Sunnudagur 21. október – 21. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Messa kl. 11.  Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari.  Litlu börnin koma fyrst í kirkjuna og fara svo út í safnaðarheimili og fá barnaguðsþjónustu þar í umsjá Þorgerðar Ásu Aðalsteinsdóttur.  Elín Bryndís Snorradóttir syngur einsöng í messunni og Kordía, kór Háteigskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng.  Organisti er Guðný Einarsdóttir.  Samskot dagsins renna til Krýsuvíkursamtakanna.  Allir hjartanlega velkomnir.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 17/10 2018

Foreldramorgunn kl. 10-12 – Kynning á ungbarnanuddi.

Á morgun, 17.október, kemu Hrönn Guðjónsdóttir til okkar og kennir okkur góð handtök í ungbarnanuddi. Þá þurfið þið að koma með mjúkt og gott handklæði. Og búið ykkur undir frábæra stund með litlum stubbum,

Rannveig Eva Karlsdóttir, 16/10 2018

Gæðastundir á þriðjudögum.

Velkomin á Gæðastund á morgun, þriðjudaginn 16.október. Gestur okkar verður sr.Sigfús Kristjánsson og mun hann fjalla um skátana. Við Þórey sjáum um veisluborðið, og sr. Eiríkur mun opna stundin a með okkur. Hlökkum til að sjá ykkur.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 15/10 2018

Sunnudagur 14.október 2018.

Messa kl. 11.

Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar og predikar.

Tónlistina leiðir Gísli Magna ásamt Léttsveit Reykjavíkur.

Sunnudagaskóli er á sama tíma í umsjón Þorgerðar Ásu Aðalsteinsdóttur. Í sunnudagaskólanum er sungið, hlýtt á sögur og brugðið á leik.
Nánar á hateigskirkja.is

 

 

Rannveig Eva Karlsdóttir, 8/10 2018

Gæðastundir kl. 13.30-15 á þriðjudögum.

Á morgun, 9. október kemur  Jón Björnsson og uppfræðir okkur um Jakobsveginn. Allir fastir liðir eru á sínum stað eins og venjulega. Ég læt hér fylgja með dagskrána sem hefur aðeins breyst frá upphafi.

16. okt. Sr. Sigfús Kristjánsson. Um skátana.

23. okt. Guðrún Bjarnadóttir. Grasnytjar á Íslandi – Þjóðtrú og Saga.

30. okt. Sr. Eiríkur Jóhannsson. Lífshlaup Kristjáns fjallaskálds.

6.nóv.  Pétur Blöndal. Limrur.

13.nóv. Karítas Kristjánsdóttir. Frú Valgerður Jónsdóttir,  biskupsfrú í Skálholti.

20.nóv. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir. Dagur Íslenskrar Tungu.

27. nóv. Gunnlaugur A. Jónsson. Sigvaldi Kaldalóns.

Sjáumst á morgun kæru vinir.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 8/10 2018

Foreldramorgnar: Miðvikudagsmorgnar kl. 10-12.

10.október  Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir verður með foreldramorguninn.

17.október  Hrönn Guðjónsdóttir til okkar og kennir okkur góð handtök í ungbarnanuddi. Þá þurfið þið að koma með mjúkt og gott handklæði. Það eru tæpar tvær vikur í þennan dag.

31.október  Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur, hjúkrunarfræðingur kynnir bók sína Samskiptaboðorðin.

Góða helgi kæru vinir.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 5/10 2018

Gæðastund 9.október 2018.

Velkomin til okkar í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13.30-15. Sr.Ása Laufey Sæmundsdóttir verður með okkur í fjarveru Sr.Eiríks Jóhannssonar, hún flytur Ljóð Dagsins og helgar stundina Guði. Guðný Einarsdóttir leikur undir fjöldasöng, kaffi, veitingar og gestur dagsins verður Jón Björnsson, en hann mun tala um Jakobsveginn. Allir eru hjartanlega velkomnir á Gæðastund.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 4/10 2018

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS