Háteigskirkja

 

Óvissuferðin endaði í breakdansi

Á dagskrá TTT klúbbsins síðasta mánudag var óvissuferð. Í þetta sinn kom hún öðruvísi á óvart því hún var innanhúss. Natasja, kennari Kramhússins í breakdansi kom í heimsókn.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 30/1 2003

Kirkjudagar í Þýskalandi

Berlín, höfuðborg Þýskalands er að þessu sinni gestgjafi þýsku kirkjudaganna sem haldnir verða um mánaðarmótin maí-júní. í fyrsta sinn er hátíðin samkirkjuleg. Pétur Björgvin segir nánar frá þessum dögum í grein á kirkjan.is

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 28/1 2003

Háskóli fermingarbarna

Stöðug endurskoðun á eigin safnaðarstarfi felur einnig í sér að horft sé út fyrir litla heiminn sem við búum í og hugmyndir annars staðar frá notaðar til þess að auðga ímyndaraflið. Í stuttri skýrslu um háskóla fermingarbarnanna í litlu bæjarfélagi í suður Þýskalandi er einmitt að finna hugmyndir sem gætu nýst hér heima á Fróni.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 22/1 2003

Messa í upphafi vorannar

Messan í Háteigskirkju næstkomandi sunnudag er tileiknuð safnaðarstarfinu á vorönn. Af því tilefni mun Arnfríður Einarsdóttir, varaformaður sóknarnefndar predika. Messan hefst kl. 14.00.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 21/1 2003

Skipulag fermingarfræðslu á vorönn

Á morgun, miðvikudag mæta fermingarbörn Háteigssóknar til starfa að loknu jólafríi.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 21/1 2003

Að syrgja saman – börn og fullorðnir í sorg

Ný dögun – samtök um sorg og sorgarviðbrögð stendur fyrir fyrirlestri í safnaðarheimili Háteigskirkju, fimmtudaginn 23. janúar 2003 kl. 20.00 til 22.00. Þar mun sr. María Ágústsdóttir, héraðsprestur halda framsögu um efnið: “Að syrgja saman – Börn og fullorðnir í sorg.” Að erindinu loknu gefst kostur á umræðum og fyrirspurnum.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 21/1 2003

“Son of God” mass og fleira á verkefnaskrá kirkjukórsins

Kirkjukór Háteigskirkju æfir á miðvikudagskvöldum klukkan átta í safnaðarheimili Háteigskirkju undir stjórn Douglasar A. Brotchie, organista og kórstjóra Háteigskirkju, douglas@hateigskirkja.is

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 21/1 2003

Líf og tækni – trú og Guð

Biblíuskólinn við Holtaveg og Kristilegt félag heilbrigðisstétta halda málþing um siðferðisspurningar á sviði líftækninnar, miðvikudaginn 29. janúar 2003 kl. 17.00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Nánari upplýsingar í síma 588 8899.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 21/1 2003

Stúlknakórinn æfir í dag

Fjöldi barna og unglinga mætti á fyrstu æfingar hjá nýjum barnakórstjóra í síðustu viku, en þær æfingar voru hugsaðar sem nokkurs konar kynning á kórastarfinu. Í dag hefjast svo reglulegar æfingar stúlknakórsins kl. 18.00.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 20/1 2003

Sjálfboðið starf í Evrópu

Dagana 9. til 15. janúar 2003 sótti Pétur Björgvin Þorsteinsson, fræðslufulltrúi Háteigskirkju ráðstefnu í Svartaskógi um sjálfboðið starf í Evrópu. Skýrslu hans er að finna á bloggsíðu sjálfboðaliðastarfs Háteigskirkju.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 19/1 2003

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS