Háteigskirkja

 

Strætóratleikur ÆSKR hefst í safnaðarheimili Háteigskirkju

15. febrúar fer fram strætóratleikur á vegum Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastdæmum. Ratleikurinn hefst við Háteigskirkju kl. 13:00 og stendur til 19:00. Leysa þarf nokkur verkefni til að klára leikinn eins og venjan er í ratleik! Nokkrir fræknir einstaklingar úr MEME, æskulýðsfélagi Háteigskirkju, ætla að slást í hópinn!

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 13/2 2003

Styrkur með fund í safnaðarheimilinu

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 13. febrúar halda samtökin ,,Styrkur úr hlekkjum til frelsis” fund í safnaðarheimili Háteigskirkju. Þar mun Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur flytja erindi og Áslaug Einarsdóttir kynna niðurstöður úr rannsókn sinni á heimilisofbeldi.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 13/2 2003

Vinafundur

Sr. Tómas Sveinsson, sóknarprestur í Háteigskirkju bíður fullorðnu fólki á vinafundi í Setrinu, á neðri hæð safnaðarheimilisins við Háteigsveg 29. Þórdís þjónustufulltrúi tryggir kaffi og meðlæti en sr. Tómas ætlar að halda áfram að tala út frá Rutarbók. Vinafundurinn hefst klukkan tvö og það eru allir velkomnir.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 13/2 2003

Briddskennsla

Þórdís Ásgeirsdóttir, þjónustufulltrúi, stendur fyrir briddskennslu á föstudögum í Setrinu. Nánari upplýsingar hjá Þórdísi í síma 511 5405.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 13/2 2003

TTT undirbýr sig fyrir spurningakeppni

Krakkar úr T T T klúbbi Háteigskirkju ætla að taka þátt í spurningakeppninni „Jesús lifir” sem haldin verður fimmtudaginn 10. apríl í Suðurhlíðaskóla. Í gær var keppnin kynnt fyrir þeim og í næstu viku hefjast æfingar.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 4/2 2003

Vinafundir

Næstkomandi fimmtudag, 6. febrúar hefjast vinafundirnir í Setrinu aftur, en þeir verða á næstu fimmtudögum frá 14.00 til 16.00. Þar mun sr. Tómas Sveinsson tala um eftirsjánna út frá textum Rutarbókar. Vinafundirnir eru opnir öllu fullorðnu fólki.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 3/2 2003

Aðalfundur Kvenfélags Háteigssóknar

Kvenfélag Háteigssóknar sem er fimmtíu ára um þessar mundir heldur aðalfund á morgun, þriðjudag. Fundurinn verður haldinn á neðri hæð safnaðarheimilis Háteigskirkju við Háteigsveg 29 og hefst klukkan átta (20.00).

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 3/2 2003

Sr. Helga Soffía í fríi

Séra Helga Soffía Konráðsdóttir, prestur í Háteigssókn er í leyfi fram til 12. febrúar 2003. Sr. María Ágústsdóttir, héraðsprestur mun messa í stað sr. Helgu á næstkomandi sunnudag klukkan tvö (14.00).

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 3/2 2003

MEME á fullu

Æskulýðsfélag Háteigskirkju er að ná sér á strik aftur eftir smá lægð sem var í starfinu í haust.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 3/2 2003

Guðrún og Guðrún í barnaguðsþjónustu

Barnaguðsþjónustan sunnudaginn 9. febrúar 2003 verður í umsjón Guðrúnar Helgu Harðardóttur og Guðrúnar Þóru Gunnarsdóttur ásamt Douglasi A. Brotchie, organista.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 3/2 2003

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS