Háteigskirkja

 

Garðar Thór Cortes syngur stólvers

Í tilefni konudagsins mun Garðar Thór Cortes syngja stólvers í messu á morgun, sunnudag kl. 14.00. Garðar mun flytja 23. Davíðssálm við lag eftir Antonin Dvorák. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og organisti Douglas A. Brotchie.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 22/2 2003

Fræðsla um systkinamissi

Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð standa fyrir fræðslukvöldi í safnaðarheimili Háteigskirkju næstkomandi fimmtudagskvöld, 20. febrúar kl. 20. til 22. Þar mun Rósa Kristjánsdóttir, djákni flytja erindi um systkinamissi. Allir velkomnir.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 18/2 2003

Fermingar nálgast

Reglubundinni fermingarkennslu á fermingarnámskeiði vetrarins er nú óðum að ljúka. Í marsmánuði tekur öll dagskrá mið af því að fermingar eru í apríl. Þannig er kyrtlamátun 4. mars og sérstakir pizzudagar á dagskránni þar sem að fermingarhóparnir hittast til þess að ræða um altarisgönguna og fleira.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 18/2 2003

Fermingarkyrtlar í tæpa hálfa öld

Hefur þú velt því fyrir þér hvenær fermingarkyrtlarnir komu fyrst til landsins? Hér á hateigskirkja.is er að finna lítinn fróðleiksmola um fyrstu fermingarkyrtlana á Íslandi.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 18/2 2003

Sögur og leikir

Það er ástæðulaust að láta börnin bíða lengur! Sumardagskrá Háteigskirkju „Sögur og leikir“ má nú finna hér á hateigskirkja.is. Dagskráin er sérstaklega hönnuð fyrir krakka sem vilja eiga hvíla sig á rútu- og strætóferðum.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 17/2 2003

Strætóratleikur var að hefjast

Klukkan er 13.25 og strætóratleikur á vegum Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastdæmum var að hefjast. Um 100 manns streyma nú út úr safnaðarheimilinu …

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 15/2 2003

Ályktun kirkjuleiðtoga

Samtök kirkna víða um heim undir forystu Alkirkjuráðsins hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirvofandi stríðs í Írak og hvatt stjórnvöld til að leita allra annarra ráða en hernaðaraðgerða til lausnar á þeim ágreiningi sem uppi er um gereyðingarvopn Íraka. Nánar á kirkjan.is

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 14/2 2003

Einelti

Við hér á hateigskirkja.is viljum eindregið mæla með hópnum „Gleym mér ei“ á vegum miðborgarstarfs KFUM og KFUK. Hópurinn hittist reglulega, yfirleitt á föstudögum og er hugsaður sem stuðningshópur fyrir unglinga sem hafa lent í einelti. Nánari upplýsingar gefur Jóna Hrönn Bolladóttir, miðborgarprestur, GSM: 822 8865.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 13/2 2003

Strætóratleikur ÆSKR hefst í safnaðarheimili Háteigskirkju

15. febrúar fer fram strætóratleikur á vegum Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastdæmum. Ratleikurinn hefst við Háteigskirkju kl. 13:00 og stendur til 19:00. Leysa þarf nokkur verkefni til að klára leikinn eins og venjan er í ratleik! Nokkrir fræknir einstaklingar úr MEME, æskulýðsfélagi Háteigskirkju, ætla að slást í hópinn!

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 13/2 2003

Styrkur með fund í safnaðarheimilinu

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 13. febrúar halda samtökin ,,Styrkur úr hlekkjum til frelsis” fund í safnaðarheimili Háteigskirkju. Þar mun Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur flytja erindi og Áslaug Einarsdóttir kynna niðurstöður úr rannsókn sinni á heimilisofbeldi.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 13/2 2003

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS