Háteigskirkja

 

Heimsókn frá Wisconsin 15. júní

Menntaskólakór í messu 15. júní!

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 4/6 2003

Kropið í beðunum

Sóknarnefnd Háteigskirkju leitar eftir sjálfboðaliðum í garðvinnu
miðvikudaginn 18. júní frá kl. 17.00 til 20.00.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 3/6 2003

Púttvöllur á lóð Háteigskirkju

Síðastliðið sumar komu starfsmenn Reykjavíkurborgar púttvelli fyrir á lóð
Háteigskirkju. Þessum litla púttvelli er ætlað að þjóna hverfinu okkar og
eru íbúar hvattir til þess að nýta sér völlinn. Starfsfólk Háteigskirkju sér
um að koma flöggunum fyrir á morgnana og taka þau saman í lok vinnudags.
Yfirleitt er heitt á könnunni og gott að taka sér smá hlé yfir kaffibolla.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 1/6 2003

Dagur eldri borgara

Mikið verður um dýrðir á uppstigningardag, 29. maí í Háteigskirkju.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 25/5 2003

Tónleikar kirkjukórsins

21. maí í Háteigskirkju og 23. maí á Selfossi
Kirkjukór Háteigskirkju mun halda tónleika 21. maí n.k. kl. 20:00 í
Háteigskirkju og endurflytja þá í Selfosskirkju á menningardögum 23. maí
n.k. kl. 20:00 undir stjórn Douglasar A. Brotchie.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 16/5 2003

Ömmukaffi og andabrauð

Á morgun, fimmtudaginn 15. maí er dagskrá foreldramorguns Háteigskirkju
óhefðbundin en ætlunin er að fara og gefa öndunum á Reykjavíkurtjörn brauð
áður en haldið er á Ömmukaffi þar sem allir gæða sér á vöfflum og kakó.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 14/5 2003

Messur allt árið klukkan ellefu

Það er löng hefð fyrir því að á sumrin hafa messur í Háteigskirkju færst
fram til klukkan ellefu á morgnana en á veturna hafa messurnar færst til
klukkan tvö eftir hádegi. Sunnudagurinn 4. maí 2003 markar þátttaskil í
þessari reglu því að frá og með þeim degi verður einn messutími tekinn upp
fyrir allt árið í Háteigskirkju: KLUKKAN ELLEFU!

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 2/5 2003

Vorhátíð barnastarfsins á morgun, 3. maí

Vorhátíð barnastarfsins verður laugardaginn 3. maí 2003. Mæting er klukkan 13:00 á lóð kirkjunnar.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 2/5 2003

Kaffisala Kvenfélags Háteigssóknar 4. maí

Hin árlega kaffisala Kvenfélags Háteigssóknar er á sunnudaginn. Kaffi og
meðlæti, lifandi tónlist og flóamarkaður.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 2/5 2003

Helgihald um páska

17. apríl – skírdagur: Taizé messa kl. 20.00
18. apríl – föstudagurinn langi: Guðsþjónusta kl. 14.00
19. apríl – laugardagur fyrir páska: Páskavaka kl. 22.30
20. apríl – páskadagur: Hátíðarmessur kl. 8.00 og 14.00
21. apríl – annar í páskum: Ferming kl. 13.30

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 17/4 2003

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS