Háteigskirkja

 

Fermingar nálgast

Reglubundinni fermingarkennslu á fermingarnámskeiði vetrarins er nú óðum að ljúka. Í marsmánuði tekur öll dagskrá mið af því að fermingar eru í apríl. Þannig er kyrtlamátun 4. mars og sérstakir pizzudagar á dagskránni þar sem að fermingarhóparnir hittast til þess að ræða um altarisgönguna og fleira.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 18/2 2003

Fermingarkyrtlar í tæpa hálfa öld

Hefur þú velt því fyrir þér hvenær fermingarkyrtlarnir komu fyrst til landsins? Hér á hateigskirkja.is er að finna lítinn fróðleiksmola um fyrstu fermingarkyrtlana á Íslandi.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 18/2 2003

Sögur og leikir

Það er ástæðulaust að láta börnin bíða lengur! Sumardagskrá Háteigskirkju „Sögur og leikir“ má nú finna hér á hateigskirkja.is. Dagskráin er sérstaklega hönnuð fyrir krakka sem vilja eiga hvíla sig á rútu- og strætóferðum.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 17/2 2003

Strætóratleikur var að hefjast

Klukkan er 13.25 og strætóratleikur á vegum Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastdæmum var að hefjast. Um 100 manns streyma nú út úr safnaðarheimilinu …

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 15/2 2003

Ályktun kirkjuleiðtoga

Samtök kirkna víða um heim undir forystu Alkirkjuráðsins hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirvofandi stríðs í Írak og hvatt stjórnvöld til að leita allra annarra ráða en hernaðaraðgerða til lausnar á þeim ágreiningi sem uppi er um gereyðingarvopn Íraka. Nánar á kirkjan.is

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 14/2 2003

Einelti

Við hér á hateigskirkja.is viljum eindregið mæla með hópnum „Gleym mér ei“ á vegum miðborgarstarfs KFUM og KFUK. Hópurinn hittist reglulega, yfirleitt á föstudögum og er hugsaður sem stuðningshópur fyrir unglinga sem hafa lent í einelti. Nánari upplýsingar gefur Jóna Hrönn Bolladóttir, miðborgarprestur, GSM: 822 8865.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 13/2 2003

Strætóratleikur ÆSKR hefst í safnaðarheimili Háteigskirkju

15. febrúar fer fram strætóratleikur á vegum Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastdæmum. Ratleikurinn hefst við Háteigskirkju kl. 13:00 og stendur til 19:00. Leysa þarf nokkur verkefni til að klára leikinn eins og venjan er í ratleik! Nokkrir fræknir einstaklingar úr MEME, æskulýðsfélagi Háteigskirkju, ætla að slást í hópinn!

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 13/2 2003

Styrkur með fund í safnaðarheimilinu

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 13. febrúar halda samtökin ,,Styrkur úr hlekkjum til frelsis” fund í safnaðarheimili Háteigskirkju. Þar mun Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur flytja erindi og Áslaug Einarsdóttir kynna niðurstöður úr rannsókn sinni á heimilisofbeldi.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 13/2 2003

Vinafundur

Sr. Tómas Sveinsson, sóknarprestur í Háteigskirkju bíður fullorðnu fólki á vinafundi í Setrinu, á neðri hæð safnaðarheimilisins við Háteigsveg 29. Þórdís þjónustufulltrúi tryggir kaffi og meðlæti en sr. Tómas ætlar að halda áfram að tala út frá Rutarbók. Vinafundurinn hefst klukkan tvö og það eru allir velkomnir.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 13/2 2003

Briddskennsla

Þórdís Ásgeirsdóttir, þjónustufulltrúi, stendur fyrir briddskennslu á föstudögum í Setrinu. Nánari upplýsingar hjá Þórdísi í síma 511 5405.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 13/2 2003

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

Sunnudagur

11 - Messa og sunnudagaskóli

Dagskrá ...