Háteigskirkja

 

Gæðastund á morgun.

Velkomin á Gæðastund morgundagsins, 9.apríl, en gestur okkar að þessu sinni verður Vilborg Oddsdóttir og segir frá innanlandsaðstoð Hjálparstarfs Kirkjunnar. Kaffi og veitingar eru á sínum stað auk allra okkar föstu liða. Sjáumst kl 13.30-15.

Í dymbilvikunni, nánar tiltekið 16.apríl nk. kemur Ólafur Finnbogason og fjallar um afa sinn Ólaf Ólafsson, kristniboða í Kína, í máli og myndum.

Við tökum frí þriðjudaginn eftir páska, en síðasta samvera vetrarins verður 30.apríl og verður efni hennar tilkynnt síðar.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 8/4 2019 kl. 23.26

     

    Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS