Háteigskirkja

 

Sunnudaginn 11.nóvember. Tónleikar kl. 16.

Sunnudaginn 11. nóvember verða tónleikar í Háteigskirkju á vegum Vinafélags Söngskóla Sigurðar Demetz.
Fram koma söngvarar sem ýmist hafa verið nemendur skólans eða kenna við hann, þau Auður Gunnarsdóttir, Ásta Marý Stefánsdóttir, Guðmundur Karl Eiríksson, Gunnar Björn Jónsson, Hildigunnur Einarsdóttir og Kristinn Sigmundsson. Kynnir er Jóhann Sigurðarson leikari, en hann er gamall nemandi Demma, einsog Sigurður Demetz var gjarnan kallaður.
Meðleikari verður Aladár Ráczs.Vinafélagið býður öllum félögum sínum ókeypis á tónleikana en einnig verður hægt að ganga í félagið á staðnum ellegar kaupa sér miða sem verða seldir við innganginn.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 6/11 2018 kl. 21.29

     

    Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS