Háteigskirkja

 

Gæðastund þriðjudaginn 26.mars 2019.

Velkomin á gæðastund morgundagsins. Gestur okkar verður Magnea Sverrisdóttir, djákni, sem mun fjalla um Lúterska Heimssambandið. Kaffi og veitingar verða á sínum stað auk ljóðs dagsins. Kl. 13.30-15.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 25/3 2019

24.mars 2019 – Fjölskylduguðsþjónusta.

Verið hjartanlega velkomin í fjölskyldumessu klukkan 11. Spurt verður ,,Hvernig verðum við betri manneskjur?” Innihaldsrík stund fyrir alla aldurshópa þar sem  sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjóna og Guðný Einarsdóttir organisti spilar. Tónlistarnemendur Guðnýja Einarsdóttur og fermingarbörn koma fram. Samskot renna til Hjálparstarfs kirkjunnar. Að guðsþjónustu lokinni verður sýningaropnun í Gallerí Göng sem ber yfirskriftina: Hvítt á svörtu, en flestar myndirnar sem listakonan kemur með til Íslands eru málaðar á léreft. Það er listakonan Magdalena Nothaft sem opnar sýninguna á verkum sínum kl 12 – 14 og eru allir hjartanlega velkom

Rannveig Eva Karlsdóttir, 22/3 2019

Gæðastund þriðjudaginn 19.mars 2019.

Velkomin öll á Gæðastund hjá okkur í safnaðarheimili Háteigskirkju. Gestur okkar að þessu sinni verður Inga Jóna Þórisdóttir og ætlar hún að fjalla um bókina
Hvítabirnir á Íslandi. Ljóð dagsins, fjöldasöngur, kaffi og meðlæti, kl.13.30-15.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 17/3 2019

Messa í Háteigskirkju 17.mars kl.11:00

Messa kl.11
Kvennakórinn Vox Feminae syngur.
Organisti Guðný Einarsdóttir
Prestur Eiríkur Jóhannsson.

Eiríkur Jóhannsson, 13/3 2019

Samvera fyrir eldri borgara á morgun.

Verið velkomin öll á Gæðastund á morgun, þriðjudaginn 12.mars 2019, kl.13.30-15, í safnaðarheimilið á efri hæð. Gestur okkar verður Sigríður Hagalín Björnsdóttir og fjallar hún um bók sína Hið heilaga orð. Allir helstu liðir verða á sínum stað.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 11/3 2019

Biblíulestur í dag kl. 17.30.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 7/3 2019

Sunnudagurinn 10.mars 2019.

Verið hjartanlega velkomin í messu klukkan 11. Eldri félagar í Karlakór Reykjavíkur syngja undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar og Una Haraldsdóttir leikur á orgelið. Prestur er sr. Eva Björk Valdimarsdóttir. Við minnum á Biblíulestra á föstu í Safnaðarheimili Háteigskirkju, 2. hæð á fimmtudögum fram að páskum17:30-18:30

Rannveig Eva Karlsdóttir, 6/3 2019

5.mars 2019 – Sprengidagur

Verið velkomin í bollukaffi í safnaðarheimilinu. Við hittumst kl. 13.30-15 og eigum notalega stund saman yfir gómsætum bollum, áður en við fáum að heyra um Geirfuglinn, en það er Katla Kjartansdóttir, þjóðfræðingur, sem getur sagt okkur allt sem er að vita um hinn mystíska og útdauða Geirfugl. Sjáumst á þriðjudaginn.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 1/3 2019

Sunnudagurinn 3.mars 2019 – Æskulýðsdagurinn.

Guðsþjónusta kl.11.

Verið hjartanlega velkomin í fjölskylduguðsþjónustu. Sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiða stundina ásamt fermingarbörnum. Guðný Einarsdóttir, organisti leiðir tónlistina.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 28/2 2019

Þriðjudagur 26.febrúar 2019.

Verið velkomin öll á Gæðastund. Að þessu sinni verða gestir dagsins engin önnur en sómahjónin Óttar Guðmundsson og Jóhanna Þórhallsdóttir, og ætla þau að tala um Lífið og Tilveruna.  Sjáumst kl. 13.30-15.

Kristján Jón Eysteinsson, 22/2 2019

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS