Handbók presta. Vefur fyrir handbókarefni.

Kæru prestar og aðrir lesarar.

Þessi vefur hefur að geyma efni fyrir Handbók presta sem fjallað hefur verið um i Handbókarnefnd og Helgisiðanefnd. Vefurinn var opnaður á prestastefnu í Kópavogskirkju 2009 og efni hans var síðast kynnt á prestastefnu í Neskirkju 2011.
Efnið er geymt undir hverjum flipa á stikunni tl vinstri.
Það efni sem hér er að finna er annars vegar efni úr gildandi Handbók frá 1981 en uppfært í samræmi við nýjustu þýðingu Biblíunnar. Hinsvegar er það tilraunaefni. Prestum er frjálst að nota það að villd.

Ef þið hafið athugasemdir við það efni sem hér er kynnt, eða ábendingar, eða gagnrýni, vinsamlegast komið því þá á framfæri á netfanginu kristjan.valur.ingolfsson@kirkjan.is

Með góðum kveðjum
Krstján Valur Ingólfsson, formaður Helgisiðanefndar