Hafnarfjarðarkirkja

 

Veislusalir – útleiga

Glæsilegir salir

Veislusalur í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju tekur allt að 230 manns í sæti við borð en annars um 400 manns standandi. Salurinn er sérstaklega heppilegur og glæsilegur fyrir ýmiskonar veisluhöld, eins og fermingarveislur, afmæli og erfidrykkjur sem og fyrir ýmiskonar fundi og námskeið.

Á efri hæð safnaðaheimilisins er salur sem kallaður er “Vonarhöfn” sem hentar vel fyrir smærri samsæti. Hann getur tekið um 25-30 manns í sæti.

Einnig er hægt að vera með kaffisamsæti í “Ljósbroti” sem er opin salur í safnaðarheimilinu, með glervegg sem snýr út að höfninni. Þar er hægt að vera með allt að 60 manns í sæti við borð.

Komdu og skoðaðu!

Við viljum hvetja þá sem eru að hugsa um að halda veislu eða aðra uppákomu að koma og skoða salina sem að í boði eru á opnunartíma kirkjunnar milli kl. 10.00 og 16.00 alla virka daga. Nánari upplýsingar, bókanir og verð fást hjá staðarhaldara í síma 520 5700 eða senda póst á otto@hafnarfjardarkirkja.is

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS