Hafnarfjarðarkirkja

 

Leiðbeiningar um notkun kirkjunnar

 Leiðbeiningar varðandi notkun Hafnarfjarðarkirkju.

1. Hafnarfjarðarkirkja er heilagt hús, frátekið til samfélagsins og þjónustunnar við Guð í gleði og sorg. Eða eins og sagt var þegar kirkjan var vígð: „Hér er Guðs hús, her er hlið himinsins, staðurinn sem þú stendur á er heilög jörð. Blessaður sé hver sá er hingað leitar á Drottins fund“. Allt starf sem fram fer í kirkjurýminu á að taka mið af þessum grundvallarþætti og öll umgengni um kirkjurýmið á að mótast af hinu sama.

2. Hafnarfjarðarkirkju prýða tvö ný orgel. Uppi á loftinu stendur orgel Christians Schefflers, vígt 2008. Í kirkjuskipinu sjálfu er orgel smíðað af Kristian Wegscheider, vígt 2009. Umsjón beggja orgela er í höndum organista kirkjunnar, Guðmundar Sigurðssonar. Vinsamlegast hafið samband við hann sé óskað eftir afnotum af öðru hvoru orgelanna í athöfnum.

3. Í Hafnarfjarðarkirkju er fylgt meginstefnu Þjóðkirkjunnar varðandi tónlist í athöfnum.

• Tónlist og textar samrýmist tilefni og umhverfi helgidómsins.
• Prestar og organistar bera ábyrgð á tónlistinni við allar kirkjuathafnir.
• Meginreglan sé sú að nota lifandi tónlist við athafnir kirkjunnar.

Vakni einhverjar spurningar varðandi notkun kirkjurýmis Hafnarfjarðarkirkju þá vinsamlegast hafið samband við sóknarprest, sr. Jón Helga Þórarinsson.

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS