Hafnarfjarðarkirkja

 

Helgihald

Helgihald

Messað er alla sunnudaga kl. 11.00   Í messunni kemur söfnuðurinn saman til þess að eiga saman helga stund frammi fyrir Guði. Í Hafnarfjarðarkirkju hefur um langt árabil verið lögð á það áhersla að messa alla sunnudaga. Þegar talað er um messu, þá er þar með verið að gefa söfnuðinum til kynna að altarisganga er hluti af athöfninni. Eftir messu er boðið upp á kaffi og er þar upplagt tækifæri til að hitta aðra, kynnast og eiga saman góða stund.

Fjölskylduguðsþjónusta  er annan sunnudag í hverjum mánuði
Annan sunnudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann er boðið upp á fjölskylduguðsþjónustu í kirkjunni þar sem barna-og unglingakórar kirkjunnar syngja.  Áhersla er lögð á tónlist úr sunnudagaskóla-og æskulýðshefðinni í bland við hefðbundna sálma sálmabókarinnar.

Sunnudagaskóli er alla sunnudaga (sept-maí) og hefst kl. 11.00 í kirkjunni.

Morgumessur með Gregorsöng eru alla miðvikudaga kl. 8.10 – 8.40 (sept-maí) ásamt morgunverði í safnaðarheimili á eftir. Orgelleikur frá kl. 8.00 – 8.10

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS